Lífið

Aðdáandi ákærður

Sandra Bullock og Jesse James eiga í vandræðum með æstan aðdáanda.
Sandra Bullock og Jesse James eiga í vandræðum með æstan aðdáanda.

Æstur aðdáandi leikkonunnar Söndru Bullock hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að keyra niður eiginmann hennar, sjónvarpsmanninn Jesse James. Aðdáandinn, sem heitir Marcia Diana Valentine og er 45 ára, var handtekinn eftir atvikið.

Átti það sér stað eftir að Bullock bað hana um að fara út af lóð þeirra í Kaliforníu. „Hún stökk inn í bílinn, setti í bakkgír og ók í átt að honum,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Slapp James sem betur fer með skrekkinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.