Lífið

Mel B. nefnir dóttur sína eftir Eddie Murphy

Mel B. var óhrædd við að nefna dóttur sína eftir Eddie Murphy, en hann hefur enn ekki gengist við barninu
Mel B. var óhrædd við að nefna dóttur sína eftir Eddie Murphy, en hann hefur enn ekki gengist við barninu MYND/Getty Images

Kryddpían Mel B., sem eignaðist sína aðra dóttur þann 3. apríl síðastliðinn, er búin að gefa henni nafn. Hefur stúlkan fengið nafnið Angel Iris Murphy Brown, en hún fær Murphy nafnið eftir grínleikarandum Eddie Murphy, sem Mel B. segir vera föður dóttur sinnar. Murphy hefur neitað að ganga við barninu fyrr en faðernispróf hefur verið framkvæmt.

Nafn stúlkunnar er ekki út í loftið en Mel B. segir Angel nafnið hafa verið valið vegna þess að barnið hafi verið sem engill á meðgöngunni, Iris sé nafn ömmu hennar, Murphy sé nafn föður stúlkunnar og Brown eftirnafn hennar sjálfrar. Eldri dóttir Mel B. ber nafnið Phoenix Chi, en hana eignaðist söngkonan með fyrrum eiginmanni sínum, dansaranum Jimmy Gulzar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.