Úr svörtum fötum í blá 29. apríl 2007 15:00 Jónsi í góðum félagsskap við útskriftina í fyrradag. MYND/Anton „Þetta fer mér ágætlega, það er mesta furða. Þetta eru þægileg og góð föt," segir Jón Jósep Sæbjörnsson, eða Jónsi í hljómsveitinni Í svörtum fötum, sem mun klæðast fagurbláum flugþjónsfötum í háloftunum í sumar. Í fyrradag útskrifaðist hann sem flugþjónn hjá Icelandair og fór athöfnin fram á Hótel Nordica. Alls útskrifuðust 74 flugfreyjur og 11 flugþjónar eftir að hafa lagt hart að sér á sex vikna námskeiði. „Þetta var mjög skemmtilegt námskeið en samt mjög krefjandi og stíft," segir Jónsi og viðurkennir að það hafi verið mun erfiðara en hann bjóst við. Meðal annars þurfti hann að læra mikið um öryggiskröfur flugfarþega, enda mikilvægt að flugþjónar og flugfreyjur kunni góð skil á öllu slíku. Jónsi, sem mun aðallega ferðast um Evrópu í sumar, fer í sitt jómfrúarflug um loftin blá næstkomandi miðvikudag. Þá verður ferðinni heitið til Stokkhólms. Hann hlakkar mikið til og óttast ekki að farþegarnir eigi eftir að trufla hann eitthvað meira en kollegana í sumar, þrátt fyrir að vera þekkt andlit á Íslandi. „Ég er búinn að fara í reynsluflug og þau hafa gengið ofboðslega vel. Ég ætla bara að vera flugfélaginu til sóma og þetta er eitthvað sem ég hef ekki miklar áhyggjur af. Ég hlakka virkilega til að vinna með starfsfólki Icelandair því það er alveg frábært fólk." Jónsi í flugþjónsgallanum sem hann mun klæðast í háloftunum í sumar. Þrátt fyrir að vera upptekinn í allt sumar í háloftunum ætlar Jónsi að halda áfram að syngja meðfram fluginu, bæði með Í svörtum fötum og einn á báti. „Þetta hefst allt með góðri skipulagningu. Þau eru líka mjög liðleg hjá Icelandair og maður getur skipulagt fram í tímann með þeirra hjálp," segir hann. Eftir nokkra pásu spilar Í svörtum fötum næst á háskólaballi á Broadway 18. maí en að sögn Jónsa er engin plata væntanleg frá sveitinni á þessu ári, enda fjögurra platna samningi við Senu nýlokið. Næst á dagskrá sé að koma sér upp bunka af lögum áður en teknar verða upp fleiri plötur. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
„Þetta fer mér ágætlega, það er mesta furða. Þetta eru þægileg og góð föt," segir Jón Jósep Sæbjörnsson, eða Jónsi í hljómsveitinni Í svörtum fötum, sem mun klæðast fagurbláum flugþjónsfötum í háloftunum í sumar. Í fyrradag útskrifaðist hann sem flugþjónn hjá Icelandair og fór athöfnin fram á Hótel Nordica. Alls útskrifuðust 74 flugfreyjur og 11 flugþjónar eftir að hafa lagt hart að sér á sex vikna námskeiði. „Þetta var mjög skemmtilegt námskeið en samt mjög krefjandi og stíft," segir Jónsi og viðurkennir að það hafi verið mun erfiðara en hann bjóst við. Meðal annars þurfti hann að læra mikið um öryggiskröfur flugfarþega, enda mikilvægt að flugþjónar og flugfreyjur kunni góð skil á öllu slíku. Jónsi, sem mun aðallega ferðast um Evrópu í sumar, fer í sitt jómfrúarflug um loftin blá næstkomandi miðvikudag. Þá verður ferðinni heitið til Stokkhólms. Hann hlakkar mikið til og óttast ekki að farþegarnir eigi eftir að trufla hann eitthvað meira en kollegana í sumar, þrátt fyrir að vera þekkt andlit á Íslandi. „Ég er búinn að fara í reynsluflug og þau hafa gengið ofboðslega vel. Ég ætla bara að vera flugfélaginu til sóma og þetta er eitthvað sem ég hef ekki miklar áhyggjur af. Ég hlakka virkilega til að vinna með starfsfólki Icelandair því það er alveg frábært fólk." Jónsi í flugþjónsgallanum sem hann mun klæðast í háloftunum í sumar. Þrátt fyrir að vera upptekinn í allt sumar í háloftunum ætlar Jónsi að halda áfram að syngja meðfram fluginu, bæði með Í svörtum fötum og einn á báti. „Þetta hefst allt með góðri skipulagningu. Þau eru líka mjög liðleg hjá Icelandair og maður getur skipulagt fram í tímann með þeirra hjálp," segir hann. Eftir nokkra pásu spilar Í svörtum fötum næst á háskólaballi á Broadway 18. maí en að sögn Jónsa er engin plata væntanleg frá sveitinni á þessu ári, enda fjögurra platna samningi við Senu nýlokið. Næst á dagskrá sé að koma sér upp bunka af lögum áður en teknar verða upp fleiri plötur.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira