Þorsteinn Joð í veiðiferð til Indlands 25. apríl 2007 10:00 Þorsteinn Joð ætlar að renna fyrir indverskan fisk við Maldavi-eyjar. Þorsteinn Joð Vilhjálmsson og Einar Falur Ingólfsson eru á leiðinni í veiðiferð til Maldavi-eyja í Indlandshafi. Þeir leggja af stað í dag en það er Pétur Pétursson, leigutaki í Vatnsdalsánni, sem stendur fyrir ferðinni. Þegar Fréttablaðið hafði uppi á Þorsteini var hann í óða önn að pakka niður hentugum ferðafatnaði sem fólst meðal annars í sólvörn númer sextíu og Simms-skyrtum tveimur en þær eru þeim kosti búnar að vera sólarvörn um leið. „Þetta eru um ellefu hundruð eyjar og því er spáð að þær fari fyrst á kaf ef spár um loftslagsbreytingar ganga eftir,“ útskýrir Þorsteinn en félagarnir munu annars vegar veiða af báti með kaststöng en hins vegar af hvítum ströndum eyjanna. „Af bátnum geta komið allt að þrjátíu til fimmtíu punda fiskar og ég sá einu sinni mynd eftir Dúa Landmark um þessa sportveiði. Manni virtist það bara vera á færi manna sem tækju hundrað og tíu í bekkpressu að landa þessum skepnum. Ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég er eiginlega mest spenntur fyrir að veiða af ströndinni því þá getur maður eiginlega átt von á öllu,“ útskýrir Þorsteinn sem er mikill veiðimaður og þykir fátt jafn gott og að veiða á flugu. „Það er eitt af þeim fáu áhugamálum þar sem ég gleymi eiginlega bara vinnunni,“ útskýrir hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir félagar leggja í langferð hálfa leið yfir hnöttinn því þeir fóru einnig á Norðurpólinn til að sækja pólfarann Harald Örn Ólafsson á sínum tíma. „Það er alltaf gaman að rannsaka nýjar og framandi slóðir,“ segir Þorsteinn en veiðiferðin til eyjanna stendur yfir í eina viku. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Þorsteinn Joð Vilhjálmsson og Einar Falur Ingólfsson eru á leiðinni í veiðiferð til Maldavi-eyja í Indlandshafi. Þeir leggja af stað í dag en það er Pétur Pétursson, leigutaki í Vatnsdalsánni, sem stendur fyrir ferðinni. Þegar Fréttablaðið hafði uppi á Þorsteini var hann í óða önn að pakka niður hentugum ferðafatnaði sem fólst meðal annars í sólvörn númer sextíu og Simms-skyrtum tveimur en þær eru þeim kosti búnar að vera sólarvörn um leið. „Þetta eru um ellefu hundruð eyjar og því er spáð að þær fari fyrst á kaf ef spár um loftslagsbreytingar ganga eftir,“ útskýrir Þorsteinn en félagarnir munu annars vegar veiða af báti með kaststöng en hins vegar af hvítum ströndum eyjanna. „Af bátnum geta komið allt að þrjátíu til fimmtíu punda fiskar og ég sá einu sinni mynd eftir Dúa Landmark um þessa sportveiði. Manni virtist það bara vera á færi manna sem tækju hundrað og tíu í bekkpressu að landa þessum skepnum. Ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég er eiginlega mest spenntur fyrir að veiða af ströndinni því þá getur maður eiginlega átt von á öllu,“ útskýrir Þorsteinn sem er mikill veiðimaður og þykir fátt jafn gott og að veiða á flugu. „Það er eitt af þeim fáu áhugamálum þar sem ég gleymi eiginlega bara vinnunni,“ útskýrir hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir félagar leggja í langferð hálfa leið yfir hnöttinn því þeir fóru einnig á Norðurpólinn til að sækja pólfarann Harald Örn Ólafsson á sínum tíma. „Það er alltaf gaman að rannsaka nýjar og framandi slóðir,“ segir Þorsteinn en veiðiferðin til eyjanna stendur yfir í eina viku.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira