Fleiri fréttir

Vann myndasögukeppni í Danmörku

Jón Kristján Kristinsson er einn þriggja sigurvegara í myndasögukeppni ríkisútvarpsins í Danmörku, eða Danmarks Radio. „Fólk gat kosið uppáhaldsmyndasöguna sína á heimasíðunni. Þeir sem lentu í topp tíu fór svo fyrir dómnefnd," útskýrir Jón.

Leðursérfræðingur sér um fatnað Eiríks í Helsinki

Leðurfrakkinn góði sem Eiríkur Hauksson klæddist þegar hann söng til sigurs í Eurovision-keppni Sjónvarpsins verður víðs fjarri í Helsinki. Þetta staðfesti Eiríkur þegar Fréttablaðið náði tali af honum á heimili hans í Noregi, nýlentur eftir erfiða törn um helgina þar sem legið var yfir þeim hlutum sem enn átti eftir að fastnegla fyrir stóru stundina.

Auglýsing gegn Íraksstríðinu

Leikstjórinn frægi Oliver Stone ætlar að leikstýra auglýsingu þar sem bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að draga herlið sitt frá Írak. Auglýsingin er hluti af stórri auglýsingaherferð vegna málefnisins. Í henni tala bandarískir hermenn eða skyldmenni þeirra um áhrifamátt stríðsins. „Bandaríkin þurfa að hlusta á hermennina sína,“ sagði Stone.

Bana slapp ómeiddur

Leikarinn Eric Bana slapp ómeiddur þegar hann ók rallíbíl sínum á tré ásamt aðstoðarökumanni sínum í Ástralíu um síðustu helgi. Óku þeir Ford-bíl frá árinu 1974 í kappakstri sem nefnist Targa Tasmania.

Branson tekinn út

Breska flugfélagið British Airways hefur klippt út atriði með eiganda samkeppnisaðilans Virgin Atlantic, Sir Richard Branson, úr James Bond-myndinni Casino Royale.

Skálað fyrir prinsessu

Margrét Sveinbjörnsdóttir, ráðgjafi hjá AP-almannatengslum og lúðurþeytari Hins konunglega fjelags, er fertug í dag.

Vel heppnuð hringferð

Tónleikaferð Lay Low, Péturs Ben og Ólafar Arnalds, undir nafninu Rás 2 plokkar hringinn, er rúmlega hálfnuð og hefur hún gengið mjög vel. Egilsstaðir, Akureyri, Hrísey og Stokkseyri eru að baki og í kvöld liggur leiðin til Bolungarvíkur, þar sem Skriðurnar koma einnig fram.

Borgaði 130 milljónir fyrir J-Lo

Rússneski auðkýfingurinn Andrei Melnichenko var svo sannarlega ekki að spara þegar hann hélt upp á 35 ára afmæli sitt og 30 ára afmæli konu sinnar í London á laugardag. Fékk hann söngkonuna Jennifer Lopez til að koma og syngja í afmælisveislunni en söngurinn var langt frá því að vera ókeypis.

Endurfundir Kryddpíanna við skírn dóttur Geri

Kryddpían Geri Halliwell skírði dóttur sína, Bluebell Madonna, í London í gærdag. Varð skírnin að nokkurs konar endurfundi Kryddpíanna fyrrverandi þar sem þær voru næstum allar viðstaddar.

Madonna heim frá Malaví

Söngkonan Madonna, sem dvalið hafði á Malaví í sex daga, hefur nú yfirgefið landið. Var hún þar ásamt dóttur sinni Lourdes og David, ársgömlum malavískum syni sínum sem hún hefur nýverið ættleitt. Notaði söngkonan heimsóknina til að vinna fyrir góðgerðarstofnun sína, Raising Malawi, sem opnaði meðal annars heilsuverndarstöð fyrir börn á meðan dvöl söngkonunnar stóð.

Bannað að bruðla með klósettpappírinn

Það ætti að takmarka klósttpappírsnotkun við einn ferhyrning á klósettheimsókn "nema í þeim tilfellum sem tveir eða þrír eru nauðsynlegir" Þessu stingur söngkonan Sheryl Crow upp á á heimasíðu sinni.

Björk í Saturday Night Live

Björk var gestur leikkonunnar Scarlett Johansson í skemmtiþættinum Saturday Night Live síðastliðinn laugardag. Þar flutti hún lag sitt Earth Intruders. Þetta er í þriðja sinn sem Björk er gestur þáttarins en fyrst kom hún þar fram með Sykurmolunum árið 1988.

Tortímandinn gerist umhverfisvænn

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu hyggst breyta Hummerbílum sínum til að keyra á lífdíseli. Tortímandinn fyrrverandi var gestur í sjónvarspþættinum Pimp My Ride á MTV í gær. Þar komu bifvélavirkjar þáttarins fyrir áttahundruð hestafla lífdísel vél í "65 árgerð af Chevy Impala. Svo hrifinn var ríkisstjórinn af breytingunni að hann hefur beðið bifvélavirkjana um sömu meðferð fyrir Hummerinn sinn.

Morrison fyrirgefið stripplið

Charlie Crist ríkisstjóri Flórída íhugar að náða Jim Morrison að honum látnum og fella úr gildi 38 ára gamlan dóm yfir söngvaranum fyrir ósæmilega hegðun á tónleikum. Söngvaranum var gefið að sök að hafa berað sig áhorfendum.

Vilhjálmur prins huggar Kate

Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, fyrrverandi kærasta hans, hafa verið í stöðugu símasambandi síðan upp úr sambandi þeirra slitnaði á dögunum. Vilhjálmur hefur huggað Kate eftir árásir í bresku pressunni.

Alec biðst afsökunar á hótunarskilaboðum til dóttur sinnar

Leikarinn Alec Baldwin, sem verið hefur í fréttum vegna harðorðaðra talhólfsskilaboða til dóttur sinnar, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni á heimasíðu sinni. Kennir hann stressinu sem fylgir forræðisbaráttunni um hegðan sína og segist eiga í eðlilegu sambandi við dóttur sína.

Kate Hudson fagnar afmælisdeginum með Owen Wilson

Leikkonan knáa, Kate Hudson, varð 28 ára gömul á fimmtudaginn. Fagnaði hún afmælisdegi sínum með kærastanum, leikaranum Owen Wilson. Léku þau saman í kvikmyndinni You, Me and Dupree og kviknaði ástin á milli þeirra í kjölfarið.

Nick Lachey og Vanessa Minnillo í sambúð

Söngvarinn Nick Lachey, fyrrum eiginmaður söngkonunnar Jessicu Simpson, og MTV þáttastjórnandinn Vanessa Minnillo eru byrjuð að búa saman. Parið hefur verið saman í eitt ár en þann 15. apríl síðastliðinn fluttu þau saman inn í þriggja herbergja íbúð á Manhattan.

Van Halen kominn úr meðferð

Gítarleikarinn Eddie Van Halen, úr rokkhljómsveitinni Van Halen, er kominn úr meðferð eftir að hafa dvalist þar í einn mánuð. Rokkarinn, sem er 52 ára gamall, kemur fram í Phoenix í dag en það mun vera í fyrsta sinn sem hann kemur opinberlega fram eftir að meðferðinni lauk. Þar mun hann kynna tvo gítara sem einungis eru framleiddir í takmörkuðu upplagi.

Alec Baldwin hefur í hótunum við dóttur sína

Leikararnir Alec Baldwin og Kim Basinger hafa barist um forræði dóttur sinnar Ireland, sem er 11 ára gömul, í meira en þrjú ár en þau skildu árið 2001 eftir átta ára hjónaband. Í byrjun höfðu þau sameiginlegt forræði en Ireland býr nú með móður sinni í Los Angeles þar sem hún gengur í skóla en Alec býr í New York.

Faðir Britney segir hana hafa verið óviðráðanlega

Jamie Spears, faðir söngkonunnar Britney Spears, hefur gagnrýnt dóttur sína opinberlega fyrir að hafa kennt umboðsmanni sínum og fjölskyldu um erfiðleikana sem hafa hrjáð poppprinsessuna undanfarið. Sendi Jamie tölvupóst til dagblaðsins NY Post þar sem hann tekur upp hanskann fyrir fyrrum umboðsmann Britneyar, Larry Rudolph, en hann fékk reisupassann frá Britney í síðustu viku.

Íslensk ástarsaga slær í gegn á netinu

Stuttmynd Kosta Ríku-búans Estebans Richmon um samband sitt við fyrirsætuna Heiðveigu Þráinsdóttur hefur slegið í gegn á YouTube.com. Tengill á umrætt myndband, Love Story on My Space, hefur gengið manna á milli á netinu við miklar vinsældir.

Fálkaorður fyrir fúlgur fjár

Íslensk fálkaorða er á meðal muna sem orðu- og myntsalinn Najafgholi Chalabiani býður upp á eBay þessa dagana. Á heimasíðu fyrirtækisins Najaf Coins and Collectibles, sem Chalabiani rekur í Vancouver í Kanada, má finna ellefu íslenskar fálkaorður til viðbótar.

Cowell ríkari en Robbie

Idol-dómarinn Simon Cowell hefur skotist upp listann yfir ríkustu menn Bretlands síðasta árið. Velgengni hans er slík að hann er orðinn ríkari en söngvarinn Robbie Williams sem lengi hefur verið meðal ríkustu manna í poppbransanum. Auðævi Simons Cowell eru metin á yfir 13 milljarða króna og hafa aukist um yfir fimm milljarða síðasta árið.

Jude Law ástfanginn

Jude Law hefur fundið ástina á ný. Sex mánuðir eru liðnir síðan sambandi hans og leikkonunnar Siennu Miller lauk og síðan þá hefur hann verið orðaður við ótal konur í fjölmiðlum.

Leitin að næstu sjónvarpsstjörnu

Það hlaut að koma að því. Strákarnir eru snúnir aftur ... fyndnari og frískari en nokkru sinni fyrr. Og markmið þeirra er aðeins eitt: Að leita að næstu sjónvarpsstjörnur Íslands... sjálfum arftökum sínum.

Þótti lík þessari Ragnhildi í Kastljósinu

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið mikið fjarverandi frá skjánum undanfarna tvo mánuði og fyrir því er góð ástæða. „Ég hef verið í starfsnámi enda útskrifast ég úr sjúkraþjálfunarnáminu sextánda júní,“ sagði Ragnhildur þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Sjónvarpskonan góðkunna segist verða ákaflega fegin þegar þessari törn lýkur.

Jude Law er með nýrri kærustu

Jude Law er kominn með nýja kærustu. Nýja konan er bandarísk, fædd í San Francisco og heitir Kim Hersov. Hún á tvö börn og starfar sem blaðamaður í London hjá tímaritinu Harper's Bazaar. Þau sáust nýlega saman í fríi á Indlandi, hann með myndavél, hún með sólhatt. Vinur leikarans segir þau hafa hist fyrir tveimur mánuðum og sambandið hafi þróast í rólegheitum síðan.

Tími kryddjurtanna nálgast

Nú er mál að fara að huga að matjurtagarðinum, ef einhverrar uppskeru á að vera að vænta í sumar. Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómavali, á ráð undir rifi hverju hvað varðar kryddjurtir.

Stórafmæli á Seltjarnarnesi

„Það eru nú að vísu 42 ár síðan ég byrjaði, sagan nær aðeins lengra aftur,“ segir Garðar Guðmundsson, stofnandi Íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi. 40 ár eru liðin frá stofnun félagsins um þessar mundir og verður afmælinu fagnað með hátíðardagskrá í Íþróttahúsi Seltjarnarness í dag.

Ferry biðst afsökunar

Söngvarinn Bryan Ferry hefur beðist afsökunar á jákvæðum ummælum sínum um nasista. Ferry sagði í viðtali að valdatími nasista væri „hreint frábær“.

Bubbi og Tolli undir merkjum Kaupþings

Bræðurnir Tolli og Bubbi Morthens halda til Lúxemborgar í byrjun maí, þar sem þeir verða með listviðburði á vegum Kaupþings. „Ég er að fara að halda sýningu í einhverju menningarsetri þarna, sem mig minnir að heiti Le Moulin. Þetta er gamalt klaustur sem var síðar notað sem fangelsi.

Naomi svarar ekki símtölum MTV

Tónlistarsjónvarpsstöðin MTV hafði ráðgert að gera raunveruleikaþátt um ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Átti þáttaröðin að heita ,,The Minion” sem út mætti leggja á íslensku sem ,,Skósveinninn.” Tökur á þáttunum áttu að hefjast síðustu helgi en ekkert varð úr þeim.

Paris berar barminn

Sögusagnir um að hótelerfinginn Paris Hilton hafi látið bæta í barm sinn hafa verið á kreiki undanfarið en barmur hennar þykir hafa stækkað umtalsvert. Virðist Paris ekki par sátt með þessar sögusagnir og til að kveða þær niður hefur hún ekki hikað við að sýna vinum og kunningjum brjóst sín.

Britney rekur umboðsmann sinn og stefnir á endurkomu í tónlistinni

Söngkonan þekkta, Britney Spears, er byrjuð að reyna að endurvekja tónlistarferil sinn. Hún er ekki einungis byrjuð að taka upp tónlist í hljóðveri og fara í danstíma, heldur rak hún umboðsmann sinn til nokkurra mánaða, Larry Rudolph, síðasta föstudag.

Nicole Richie komin með gömlu hárgreiðsluna

Simple Life leikkonan Nicole Richie er enn og aftur búin að breyta um hárgreiðslu. Undanfarið hefur hún verið með brúnleitt sítt hár en hún hefur prófað alla litaflóruna, ljóst, rautt og brúnt. Á laugardag skartaði Nicole nýrri greiðslu, en þó ekki svo nýrri.

Salma Hayek segir konur ekki eiga að flýtja sér

Salma Hayek á von á sínu fyrsta barni en leikkonan er fertug að aldri. Þykir leikkonunni að konur ættu ekki að vera að flýta sér að eignast börn, ef þær séu ekki tilbúnar að takast á við móðurhlutverkið.

Breska þjóðin í öngum sínum eftir sambandsslit Vilhjálms prins

Það er engum blöðum um það að fletta að stærsta fréttin í Bretlandi um helgina voru sambandsslit Kate Middleton og Vilhjálms prins. The Sun greindi fyrst allra frá því á laugardaginn. Breska pressan fór síðan hamförum í gær þar sem hvert og eitt einasta blað var með sína útgáfu af ástarsorginni.

Daði heldur húmorísku striki sínu

Daði Guðbjörnsson opnaði sýningu á akvarellmyndum í Baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg um helgina. Sýninguna nefnir listamaðurinn Myndir landsins. Daði hefur haldið sínu striki og þróað með sér persónulegan stíl þar sem pensillinn, grunnformin og síðast en ekki síst húmor listamannsins kemur glöggt fram. Myndirnar á sýningunni eru allar unnar með akvarellutækni á þessu ári og því síðasta.

Jenna Jameson veldur aðdáendum vonbrigðum

Klámmyndaleikkonan Jenna Jameson stendur í nú erfiðum skilnaði við eiginmann sinn Jay Grdina. Tekur skilnaðurinn svo á leikkonuna að það er farið að hafa áhrif á líf hennar. Er hún farin að hegða sér ófagmannlega og bregðast aðdáendum sínum. Að auki hefur hún lést umtalsvert undanfarið.

Segir Jackson vera fyrirmyndar föður

Jamie Foster Brown, útgefandi tímaritsins Sister 2 Sister, segir poppkónginn Michael Jackson vera frábæran föður en Jamie ferðaðist með Michael og börnum hans í síðasta mánuði.

Grey’s stjarnan Patric Dempsey um föðurhlutverkið

Grey’s Anatomy stjarnan Patric Dempsey er þriggja barna faðir. Hann eignaðist tvíburadrengi fyrir 10 vikum en fyrir átti hann fjögurra ára stúlkuna Talula með konu sinni, Jillian. Segir Patric drengina vera mjög ólíkar persónur.

Fjölbreytileiki í fyrirrúmi

Óhefðbundna ísfirska fegurðarsamkeppnin Óbeisluð fegurð fer fram á miðvikudagskvöld, og stendur undirbúningur nú sem hæst. „Þetta eru fjórtán keppendur á öllum aldri, eins og við vildum hafa það," sagði Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjandi keppninnar.

Námskeið í stíliseringu

Anna F. Gunnarsdóttir, kennd við Önnu og útlitið, heldur námskeið í stíliseringu á alþjóðlegum viðskiptamönnum og „metrósexúal mönnum“. „Þeir sem ætla á námskeiðið verða að kunna Tónal-litagreiningu, og hafa farið í textíl- og línufræði,“ sagði Anna. Námskeiðið hefst á þriðjudag og stendur í tvo mánuði.

Vildu ekki aðra Díönu

Ákvörðun Vilhjálms Bretaprins að hætta með kærustu sinni til fimm ára, Kate Middleton, var tekin á leynilegum fundi hjá konungsfjölskyldunni.

Sjá næstu 50 fréttir