Lífið

Söngkona Sugababes handtekin

Stúlknahljómsveitin Sugababes. Amelle Berrabah er lengst til vinstri.
Stúlknahljómsveitin Sugababes. Amelle Berrabah er lengst til vinstri. MYND/Getty Images

Átján ára bresk stúlka, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá því í viðtali við breska dagblaðið The Sun hvernig nýjasti meðlimur stúlknahljómsveitarinnar Sugababes, Amelle Berrabah, réðist á hana á öldurhúsi og hélt áfram eftir að lögreglan mætti á staðinn. Dyraverðir öldurhússins þurftu að draga Amelle, sem er 23 ára, af 18 ára fórnarlambinu.

,,Hún varð bara brjáluð og réðist á mig. Ég kastaðist á vin minn og við duttum bæði á gólfið. Amelle byrjaði þá að sparka í mig og sparkaði í höfuð vinar míns líka. Þetta var hræðilegt. Spörkin dundu á okkur."

Dyraverðirnir skárust í leikinn og fóru með ungu stúlkuna út fyrir til að verja hana frá Amelle. Þegar lögreglan mætti á staðinn var Amelle sömuleiðis fylgt út. Þá réðist hún aftur á stúlkuna og var því handtekin í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.