Samkenndin er mikil 29. apríl 2007 13:00 Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna, segist finna fyrir mikilli samkennd meðal foreldra í félaginu. MYND/Vilhelm Félagið Einstök börn fagnar tíu ára afmæli sínu í dag. „Félagið var stofnað af þrettán fjölskyldum sem áttu í rauninni ekki heima í neinum öðrum starfandi félögum," sagði Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. „Í félaginu eru foreldrar barna sem eru með það sjaldgæfa sjúkdóma, að barnið er kannski það eina á landinu, og jafnvel í heiminum, sem er með þann sjúkdóm," bætti hún við. Í dag eiga 137 fjölskyldur aðild að Einstökum börnum, sem hefur um 80 mismunandi sjúkdóma á skrá. Helga segist finna mikla samkennd meðal foreldra, þó að börnin kljáist við mismunandi sjúkdóma. „Þegar fólk stendur frammi fyrir því að það er eitthvað alvarlegt og mikið að hjá barni þess, þá leitar það auðvitað fyrst í fjölskylduna sína. En síðan finnst manni svo gott að komast í samband við einhvern sem hefur svipaða reynslu," sagði Helga. „Við fáum stuðning hvert frá öðru, þó svo að börnin séu ekki með nákvæmlega sama sjúkdóm," sagði hún. Félagið styður einnig við bakið á foreldrum og hefur til að mynda styrkt fjölskyldur til að halda á ráðstefnur erlendis. „Þótt barnið sé það eina á landinu með einhvern ákveðinn sjúkdóm eru samt oft fjölskylduráðstefnur um þennan sama sjúkdóm í boði erlendis," sagði Helga. „Fólk hefur verið gríðarlega ánægt með að geta sótt þær," sagði hún. Félagið hefur nýlega sett á fót unglingahóp undir handleiðslu Freyju Haraldsdóttur. „Þar geta unglingarnir komið saman og spjallað um sín mál og notið þess að vera í umhverfi þar sem fátt þarf að útskýra," sagði Helga, sem segist finna að starfið sé krökkunum gríðarlega mikils virði. Þar fyrir utan stendur félagið fyrir ýmsum skemmtunum og uppákomum yfir starfsárið. „Við erum alltaf með ýmislegt í gangi," sagði Helga. Afmælishátíðin í dag fer fram í Gerplusalnum í Kópavogi á milli 13 og 16. „Hún er aðallega fyrir félagsmenn og ættingja þeirra, en vinir og velunnarar félagsins eru líka velkomnir. Við erum ekki ríkisstyrkt, svo við erum háð því að það séu einhverjir velviljaðir í þjóðfélaginu sem vilja styrkja okkur," sagði Helga. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Félagið Einstök börn fagnar tíu ára afmæli sínu í dag. „Félagið var stofnað af þrettán fjölskyldum sem áttu í rauninni ekki heima í neinum öðrum starfandi félögum," sagði Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. „Í félaginu eru foreldrar barna sem eru með það sjaldgæfa sjúkdóma, að barnið er kannski það eina á landinu, og jafnvel í heiminum, sem er með þann sjúkdóm," bætti hún við. Í dag eiga 137 fjölskyldur aðild að Einstökum börnum, sem hefur um 80 mismunandi sjúkdóma á skrá. Helga segist finna mikla samkennd meðal foreldra, þó að börnin kljáist við mismunandi sjúkdóma. „Þegar fólk stendur frammi fyrir því að það er eitthvað alvarlegt og mikið að hjá barni þess, þá leitar það auðvitað fyrst í fjölskylduna sína. En síðan finnst manni svo gott að komast í samband við einhvern sem hefur svipaða reynslu," sagði Helga. „Við fáum stuðning hvert frá öðru, þó svo að börnin séu ekki með nákvæmlega sama sjúkdóm," sagði hún. Félagið styður einnig við bakið á foreldrum og hefur til að mynda styrkt fjölskyldur til að halda á ráðstefnur erlendis. „Þótt barnið sé það eina á landinu með einhvern ákveðinn sjúkdóm eru samt oft fjölskylduráðstefnur um þennan sama sjúkdóm í boði erlendis," sagði Helga. „Fólk hefur verið gríðarlega ánægt með að geta sótt þær," sagði hún. Félagið hefur nýlega sett á fót unglingahóp undir handleiðslu Freyju Haraldsdóttur. „Þar geta unglingarnir komið saman og spjallað um sín mál og notið þess að vera í umhverfi þar sem fátt þarf að útskýra," sagði Helga, sem segist finna að starfið sé krökkunum gríðarlega mikils virði. Þar fyrir utan stendur félagið fyrir ýmsum skemmtunum og uppákomum yfir starfsárið. „Við erum alltaf með ýmislegt í gangi," sagði Helga. Afmælishátíðin í dag fer fram í Gerplusalnum í Kópavogi á milli 13 og 16. „Hún er aðallega fyrir félagsmenn og ættingja þeirra, en vinir og velunnarar félagsins eru líka velkomnir. Við erum ekki ríkisstyrkt, svo við erum háð því að það séu einhverjir velviljaðir í þjóðfélaginu sem vilja styrkja okkur," sagði Helga.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira