Lífið

Áhyggjur af þyngdartapi

Hjartaknúsarinn hefur lést um tíu kíló á skömmum tíma.
Hjartaknúsarinn hefur lést um tíu kíló á skömmum tíma.

Hjartaknúsarinn George Clooney hefur lést um tíu kíló á skömmum tíma og óttast margir að hann eigi við vandamál að stríða. Talsmaður Clooneys vísar þessu á bug og segir að leikarinn sé við góða heilsu.

Að sögn hans tengist þyngdartapið nýjustu kvikmynd hans Leatherheads, sem hann bæði leikstýrir og fer með aðalhlutverkið í. Clooney hafði áður þurft að bæta á sig um tuttugu kílóum fyrir myndina Syriana.

Clooney, sem er 46 ára, viðurkenndi fyrir tveimur árum að hafa íhugað sjálfsvíg eftir að hafa orðið fyrir röð áfalla í einkalífinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.