Fleiri fréttir

Hallgrímskirkja reffilegt reðurtákn

Vefútgáfa menningartímaritsins Cabinet Magazine stóð nýlega fyrir heldur sérstakri keppni á heimasíðu sinni. Lesendur voru beðnir um að koma með ábendingar um bygginar sem væru í laginu eins og limur og ekki stóð á viðbrögðunum.

Vill senda Nicole í steininn

Lionel Richie er orðinn þreyttur á hegðun dóttur sinnar, smávöxnu stjörnunnar Nicole Richie. Lionel hefur stutt rækilega við bakið á ættleiddri dóttur sinni en jafnframt haft þungar áhyggjur af henni.

Svanasöngur Gauksins

Jet Black Joe tróð upp við góðar undirtektir á Gauki á stöng fyrir viku síðan. Það féll þar með í skaut Páls Rósinkrans að syngja svanasöng þessa rómaða skemmtistaðar, því föstudagskvöldið var síðasta kvöld Gauksins eins og gestir þekkja hann.

Tyson handtekinn fullur og með kókaín

Hnefaleikakappinn Mike Tyson var handtekinn á föstudaginn, fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Tyson var að yfirgefa næturklúbb í Scottsdale, Arizona og fóru lögreglumenn að elta hann þegar hann var næstum því búinn að keyra utan í lögreglubifreið.

Saknar stelpnanna

Beyoncé Knowles saknar vinkvenna sinna úr hljómsveitinni Destiny‘s Child. Hljómsveitin hætti í fyrra og síðan hefur Beyoncé gert tónlist upp á eigin spítur. „Ég elskaði þetta systrabandalag,“ segir Beyoncé sem segist hafa orðið þunglynd þegar bandið hætti. „Ég borðaði ekki og fór ekkert út. Þetta var hræðilegt.“

Stríðið stendur enn yfir

Óveðrinu virðist ekki vera að slota hjá Heather Mills og Paul McCartney þrátt fyrir að þau séu sögð hafa náð samkomulagi.

Finnst Paris vera ömurleg

Breska söngkonan Lily Allen hefur ekki mikið álit á Paris Hilton. Í nýlegu viðtali segir Lily að hún skilji ekki hvernig fólk geti keypt plötuna hennar og að það eigi að drepa hvern þann sem fjárfesti í eintaki. „Fyrir fimm árum síðan var kannski í lagi að gefa þetta út, en þá var ekki hægt að nálgast almennilega tónlist á netinu.

Þarf að minna eigendurna á eign sína

Glöggir sjónvarpsáhorfendur ráku margir hverjir upp stór augu þegar ný auglýsing frá Rás 1 rann yfir skjái landsmanna á fimmtudagskvöldinu. Hingað til hefur ekki mikið verið lagt í að auglýsa útvarpstðð allra landsmanna og má því segja að með þessari auglýsingu hafi kveðið við nýjan tón upp í Efstaleyti.

Fékk bónorð aftur

Parið Tori Spelling og Dean McDermott tekur kærleiksboðskap jólahátíðarinnar greinilega til sín. Mcdermott bað Spelling að giftast sér á jóladag í fyrra, og endurtók svo leikinn ári síðar.

Paris og Britney ekki lengur vinkonur

Slitnað hefur upp úr skyndivinskap þeirra Britney Spears og Paris Hilton. Fréttir herma að Britney hafi sagt Paris að hún gæti ekki lengur sést með hótelprinsessunni, orðspors síns vegna. Britney hafi ákveðið að vinskapurinn væri hreinlega ekki þess virði eftir þá slæmu útreið sem hún hefur hlotið í fjölmiðlum síðan hún fór að verja öllum sínum stundum í félagsskap fröken Hilton.

Eldsvoði á hóteli Gyllenhaal-systkina

Gyllenhaal-systkinin vinsælu, Jake og Maggie, komust í hann krappann í vikunni þegar þau lentu í eldsvoða á hóteli sem þau dvöldust á í Kaliforníu. Hótelið, Manka’s Inverness Lodge, stendur við San Franciscoflóa og nýtur töluverðra vinsælda hjá fræga fólkinu sem flykkist þangað til að slaka á.

Julia Roberts aftur ólétt

Julia Roberts er ólétt á ný, ef marka má New York Post. Óléttan kemur nokkuð á óvart, þar sem Roberts og eiginmaður hennar, Danny Moder, áttu í töluverðum erfiðleikum með barneignir áður en að tvíburarnir Phinnaeus og Hazel komu í heiminn fyrir tveimur árum. Roberts var þá rúmföst í nokkra mánuði eftir að hafa verið flutt á sjúkrahús á meðgöngunni.

Rás 2 á Café Victor

Rás 2 sendir út áramótaþáttinn Á síðustu stundu frá Café Victor milli 13 og 16 á gamlársdag. Þau Ásgeir Eyþórsson, Þórhildur Ólafsdóttir og Ævar Örn Jósepsson munu fara yfir mál líðandi árs, rifja upp menningar- og listviðburði og íþróttaafrek Íslendinga.

Mílanó bannar mjónur

Nú hefur ein stærsta tískuborgin í heiminum, Mílanó, slegist í hópinn í baráttunni gegn átröskun og útlitsdýrkun. Stjórnendur tískuvikunnar Camera Nazionale Della Moda Italiana, hafa ákveðið að banna öllum fyrirsætum sem eru undir kjörþyngd á hinum svokallaða BMI-skala að taka þátt í sýningunum og tískuvikunni í heild sinni.

Klæðir sig kvenlega

Söngkonan sívinsæla Beyonce Knowles er vel þekkt í tónlistarheiminum sem og tískuheiminum enda keppast allir hönnuðir um að fá hana til að ganga í fötum úr tískuhúsum þeirra. Beyonce er þekkt fyrir kvenlegan vöxt sinn en sá vöxtur er annar en þekkist á tískupöllunum þar sem fatnaðurinn hangir á fyrirsætunum.

Heimir Jónasson hættur á Stöð 2

„Nei, þetta er nú ekki eitthvað sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Heimir Jónasson aðspurður hvort uppsögn hans sem forstöðumaður Stöðvar 2 hefði átt sér langan aðdraganda. Heimir lætur af störfum hjá fyrirtækinu nú um áramótin. Tilkynnt hefur verið að Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, taki við starfinu en hann verður titlaður sjónvarpstjóri Stöðvar 2.

Fólkið sem gerði 2006 ógleymanlegt

Árið 2006 var um margt eftirminnilegt. Örfá atvik og gjörðir landans standa þó upp úr. Fréttablaðið tók saman lista yfir fólkið sem gerði árið ógleymanlegt.

Eins árs aðdáandi

Rapparinn Snoop Dogg á aðdáendur um allan heim, en nú getur hann stært sig af því að eiga eflaust yngsta aðdáanda í heimi. Snoop var staddur á bensínstöð um daginn, þegar ung móðir gaf sig á tal við hann og sagði honum að sonur sinn væri hans helsti aðdáandi.

Sæll að vera skrýtinn

Leikarinn Johnny Depp er hæstánægður með að vera álitinn skrýtinn. Leikarinn hefur tekið að sér hlutverk nokkurra sérvitringa á undanförnum árum, og meðal annars farið á kostum sem Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean og Willy Wonka í Kalla og sælgætisgerðinni.

Vesturportsprinsessa fædd

Vesturportsparinu Gísla Erni Garðarssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur fæddist lítil stelpa á fimmtudaginn, en hún er fyrsta barn þeirra hjóna. Prinsessan hefur hlotið nafnið Rakel María, og heitir þar með í höfuðið á föðursystur sinni, Rakel Garðarsdóttur sem er framkvæmdastjóri Vesturports.

Trilljón dala kærumál

RIAA, samtök tónlistariðnaðarins í Bandaríkjunum, hafa kært rússneska niðurhalssíðu, www.AllOfMp3.com, og krefjast einnar trilljónar bandaríkjadala, eða liðlega 71 þúsund milljarða íslenskra króna.

Selur pelsa úr hundafeldi

Rapparinn P. Diddy hefur á síðastliðnum árum verið atkvæðamikill í tískubransanum. Hann á sitt eigið fatamerki sem heitir Sean John og nýtur það mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Merkið framleiðir flott föt og leggur mikið upp úr glamúr fyrir bæði karlmenn og konur. Fyrir stuttu setti Diddy á markað pelsa fyrir bæði kynin í því skyni að loðfeldurinn væri ekki ekta, heldur svo vönduð eftirlíkin að varla sæist neinn munur.

Kæru vísað á bug

Kæru bandarísks hermanns gegn heimildarmyndaleikstjóranum Michael Moore hefur verið vísað á bug af bandarískum dómstólum. Maðurinn, sem missti báðar hendur í Írak, segir að Moore hafi notað án leyfis viðtal sem hann gaf sjónvarpsstöðinni NBC, í heimildarmynd sína vinsælu Fahrenheit 9/11. Sagði maðurinn að Moore hafi ranglega látið líta út fyrir að hann væri andvígur stefnu Bush Bandaríkjaforseta í Íraksmálinu.

Ástarsorg, hjónabönd og drykkjuskapur

Stjörnurnar úti í heimi héldu slúðurblöðunum vel við efnið á árinu sem er að líða enda þrífast þær á umtali, hvort sem það er gott eða slæmt. Fréttablaðið rifjaði upp tíu eftirminnilegustu fréttamálin.

Kyssti Gisele

Leikarinn Josh Hartnett sást kyssa brasilísku ofurfyrirsætuna Gisele Bündchen á veitingastað í New York fyrir skömmu. Um það bil viku áður hafði sést til hans kyssa leikkonuna Scarlett Johansson en þau hafa verið saman og sundur að undanförnu.

Gyllenhaal til hjálpar

Leikarinn Jake Gyllenhaal er góður maður að hafa við hendina þegar kviknar í hótelinu þínu. Hann var ásamt fjölskyldu sinni á litlu lúxushóteli við San Francisco flóann, um jólin. Hótelið var tveggja hæða timburhús og þegar kviknaði í því var ekki við neitt ráðið.

Dætur Stallones varasamar

Bósar framtíðarinnar sem langar til þess að fara á fjörurnar við dætur Sylvesters Stallone, ættu að fara varlega í sakirnar. Pabbi gamli veit allt um bósa og hann ætlar að búa dætur sínar undir að taka á móti þeim.

Gaf ömmu sinni viagra

Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties.

Stútur við stýrið

Leikstjórinn Gus Van Sant sem þekktastur er fyrir kvikmyndina Good Will Hunting var tekinn af lögreglunni rétt fyrir jól. Gus var drukkinn undir stýri og hafði hvorki kveikt á framljósum bílsins né heldur virti hann stöðvunarskyldu. „Augu hans voru rauð og þrútin, hann var þvoglumæltur og lyktaði alveg hræðilega,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Oregon, þar sem Van Sant var handtekinn.

Þorði ekki út úr húsi

Söng- og leikkonan tindilfætta Jessica Simpson þjáðist af víðáttufælni eftir að hún skildi við eiginmann sinn Nick Lachey. Fjölskylda Jessicu óttaðist að hún myndi einangrast því þá sjaldan tókst að draga hana út fyrir hússins dyr fékk hún kvíðaköst.

Köld slóð forsýnd í kvöld

Þær Kristín Jónsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þær unnu tvo miða á sérstaka gala forsýningu á stórmyndinni Köld slóð sem verður í Smárabíói í kvöld kl 18.

Sendir þér steikina heim

Þeim sem eru orðnir þreyttir á gourmet-veislum hátíðanna stendur ýmislegt annað til boða í kringum áramótin. Vefsíðan justeat.is gerir notendum sínum auðvelt að panta sér mat frá veitingahúsum í borginni, og býður jafnframt upp á heimsendingarþjónustu.

Meistari í snörun

Leikarinn Kiefer Sutherland, sem hefur farið á kostum í þáttaröðinni 24, varð tvívegis Bandaríkjameistari í kúrekasnörun árið 1998. Á þessum tíma hafði hann tekið sér frí frá kvikmyndaleik og ákvað að rifja upp gamla takta á hestbaki.

Kate Moss og Doherty gifta sig á morgun

Líklegt er talið að fyrirsætan Kate Moss muni loksins ganga að eiga vandræðagemsann Pete Doherty í þessari viku. Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að Doherty, sem er 27 ára, hafi sagt félögum sínum í hljómsveitinni Babyshambles að taka frá dag til að geta mætt í brúðkaupið. Hjónavígslan fer fram á borgarskrifstofunni í Fulham.

Enginn saknar áramótaávarpsins

„Ég hef ekki orðið var við þann söknuð,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Í stjórnartíð hans í Efstaleiti hefur hið umdeilda áramótaávarp verið lagt af og þykir sumum það miður.

Trump er miiiikill ættjarðarvinur

Auðkýfingurinn Donald Trump hefur höfðað mál á hendur bænum Palm Beach í Florida vegna stefnu sem hann fékk fyrir að hafa of stóran bandarískan fána við klúbb sem hann á í bænum. Trump krefst tíu milljóna dollara í skaðabætur.

Berbrjósta í viðtali

Það er erfitt að vera stjarna og vera stöðugt undir smásjá fjölmiðla, eins og Britney Spears fékk að reyna um daginn eftir að hún fór nærbuxnalaus á djamm-ið. Stjörnurnar þurfa yfirleitt að passa vel upp á klæðaburðinn, því eitthvað jafn venjulegt og smávægilegir svitablettir verða að heimsfréttum í þeirra tilfelli.

Hemmi víkur fyrir Loga

„Við erum ekki að blása af Hermann Gunnarsson og Í Sjöunda himni. Logi Bergmann Eiðsson og spurningaþáttur hans Meistarinn mæta til leiks í febrúar og taka við af þættinum,“ segir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöðvar 2.

Surtsey er sjálfstætt ríki

Margir þekkja Wikipedia, alfræðiorðabókina á netinu sem allir geta breytt og bætt upplýsingum í. Færri þekkja þó Uncyclopedia, Óalfræðibókina, sem allir geta breytt og bætt bulli í.

Tinna teiknar femíníska jólasveina

Tinna Kristjánsdóttir femínisti hefur teiknað myndir af öllum jólasveinunum sem birtast ein og ein á vef Femínistafélagsins þegar jólasveinarnir koma til byggða. Jólasveinarnir hennar Tinnu eru bleikklæddir femínistar og færa börnum og fullorðnum önnur skilaboð en þeir rauðu.

Ullarhattarnir í jólaskapi

Hljómsveitin Ullarhattarnir heldur sína árlegu Þorláksmessu­tónleika á Hótel Borg á laugardaginn. Sveitin samanstendur af þeim félögum Eyjólfi Kristjánssyni, Stefáni Hilmarssyni, Jóni Ólafssyni, Friðriki Sturlusyni og Jóhanni Hjörleifssyni.

Vill engin börn

Tónlistarmaðurinn Robbie Williams segist ekki vilja eignast börn því hann myndi ekki þola það ef þau yrðu fyrir sársauka í lífi sínu.

Þriðju leiðinni fagnað

Útgáfutónleikar vegna plötunnar Þriðja leiðin voru haldnir í Iðnó á dögunum. Þriðja leiðin er samstarfsverkefni Barkar Hrafns Birgissonar gítarleikara, Elísa­betar Eyþórsdóttur söngkonu og Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Lögin á plötunni eru öll eftir Börk en textarnir eru eftir Einar Má.

Úr munngælum í viðskipti

Monica Lewinsky, hin margfræga vinkona Clintons forseta Bandaríkjanna, hefur lokið prófi frá London School of Economics, samkvæmt tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa hennar. Lewinsky var tuttugu og eins árs gömul og lærlingur í Hvíta húsinu, þegar samband þeirra Clintons hófst.

Charles er góður húmoristi

Karl bretaprins hefur unnið mál gegn slúðurblaðinu Mail on Sunday, sem birti kafla úr einka-dagbók prinsins. Í kaflanum sem blaðið birti skrifaði prinsinn um yfirtöku Kínverja á Hong Kong árið 1997, sem hann fór um háðuglegum orðum.

Sjá næstu 50 fréttir