Lífið

Stútur við stýrið

Gus Van Sant keyrir fullur og klikkaður
Gus Van Sant keyrir fullur og klikkaður

Leikstjórinn Gus Van Sant sem þekktastur er fyrir kvikmyndina Good Will Hunting var tekinn af lögreglunni rétt fyrir jól. Gus var drukkinn undir stýri og hafði hvorki kveikt á framljósum bílsins né heldur virti hann stöðvunarskyldu. „Augu hans voru rauð og þrútin, hann var þvoglumæltur og lyktaði alveg hræðilega,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Oregon, þar sem Van Sant var handtekinn.

Í kjölfar handtökunnar var leikstjórinn sendur í blóðprufu sem sýndi að hann hefði keyrt ölvaður. Búið er að ákæra Van Sant og þarf hann að mæta fyrir rétt þann 17. janúar. Gus Van Sant er ekki eini leikstjórinn í Hollywood sem hefur verið tekinn ölvaður undir stýri upp á síðkastið, en þeir Oliver Stone og Mel Gibson hafa einnig gerst brotlegir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.