Lífið

Trilljón dala kærumál

RIAA, samtök tónlistariðnaðarins í Bandaríkjunum, hafa kært rússneska niðurhalssíðu, www.AllOfMp3.com, og krefjast einnar trilljónar bandaríkjadala, eða liðlega 71 þúsund milljarða íslenskra króna.

Heimasíðan, sem hefur verið sökuð um að vera stærsta sjóræningjaveldi netheima, gerir fólki kleift að hala niður tónlist fyrir lága upphæð, án þess að tónlistarmenn fái nokkuð fyrir sinn snúð.

Samkvæmt RIAA hafa notendur síðunnar halað niður 11 milljón lögum á fimm mánaða tímabili, en áskrifendur eru um fimm og hálf milljón talsins og fjölgar um fimm þúsund á hverjum degi.

Deilan um síðuna hefur orðið að milliríkjadeilu og hefur verið ein helsta fyrirstaða þess að Rússland fái inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.