Lífið

Meistari í snörun

Kiefer Sutherland aðalleikari 24 tók sér gott frí frá kvikmyndaleik og sneri sér að kúrekasnörun.
Kiefer Sutherland aðalleikari 24 tók sér gott frí frá kvikmyndaleik og sneri sér að kúrekasnörun.

Leikarinn Kiefer Sutherland, sem hefur farið á kostum í þáttaröðinni 24, varð tvívegis Bandaríkjameistari í kúrekasnörun árið 1998. Á þessum tíma hafði hann tekið sér frí frá kvikmyndaleik og ákvað að rifja upp gamla takta á hestbaki.

„Kúrekasnörun er ein af þessum íþróttum eins og póló þar sem þú verður betri eftir því sem hestarnir eru betri. Ég átti nokkra frábæra hesta,“ sagði hinn fertugi Sutherland í viðtali við Vogue. Hann lærði að sitja hest árið 1994 við tökur á myndinni The Cowboy Way. „Þessi tvö ár á búgarðinum voru háskólaárin mín,“ sagði Sutherland um fríið sem hann tók sér frá kvikmyndaleiknum. „Þrír eða fjórir strákar að ferðast frá einni kúrekasamkomu til annarrar. Það var frábært.“

Sjötta þáttaröðin af 24 verður frumsýnd í Bandaríkjunum um miðjan janúar. Sutherland, sem hefur verið kvæntur tvívegis, segir að erfitt sé að fara á stefnumót meðan á tökum þáttarins stendur. „Sumum fer vel að vera einhleypir en ég vil ekki lifa lífi mínu þannig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.