Lífið

Ullarhattarnir í jólaskapi

Ullarhattarnir halda sína árlegu Þorláksmessutónleika á Hótel Borg.
Ullarhattarnir halda sína árlegu Þorláksmessutónleika á Hótel Borg.

Hljómsveitin Ullarhattarnir heldur sína árlegu Þorláksmessu­tónleika á Hótel Borg á laugardaginn. Sveitin samanstendur af þeim félögum Eyjólfi Kristjánssyni, Stefáni Hilmarssyni, Jóni Ólafssyni, Friðriki Sturlusyni og Jóhanni Hjörleifssyni.

„Þetta byrjaði allt fyrir um átta árum þegar við komum saman í fyrsta skipti á Þorláksmessu og það skal tekið fram að þessi hópur spilar aðeins á Þorláksmessu. Við höfum fengið tilboð um að spila á öðrum tímum en ávallt neitað," segir Eyjólfur. „Þetta er ákveðinn inngangur í jólin og maður hefur séð sömu andlitin ár eftir ár. Við byrjum rétt eftir að búðir loka klukkan ellefu og spilum jólalög og íslensk dægurlög. Það stóð til að við myndum ekki gera þetta í ár en þá bárust svo margar kvartanir að við sáum okkur tilneydda til að halda tónleikana," segir hann í léttum dúr.

Að sögn Eyjólfs er tilgangur Ullarhattanna sá að koma öllum í gott jólaskap, þar á meðal þeim sjálfum. Oft hafa ýmsir leynigestir troðið upp með hin sérkennilegustu lög þessi kvöld við góðar undirtektir. Forsala miða verður á Hótel Borg, Gyllta salnum, kl. 15 þann 23. desember og svo við innganginn um kvöldið. Verð er tvö þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.