Lífið

Julia Roberts aftur ólétt

Roberts á fyrir tvíburana Phinnaeus og Hazel, en henni reyndist nokkuð erfitt að verða með barni.
Roberts á fyrir tvíburana Phinnaeus og Hazel, en henni reyndist nokkuð erfitt að verða með barni.

Julia Roberts er ólétt á ný, ef marka má New York Post. Óléttan kemur nokkuð á óvart, þar sem Roberts og eiginmaður hennar, Danny Moder, áttu í töluverðum erfiðleikum með barneignir áður en að tvíburarnir Phinnaeus og Hazel komu í heiminn fyrir tveimur árum. Roberts var þá rúmföst í nokkra mánuði eftir að hafa verið flutt á sjúkrahús á meðgöngunni.

Nýjasta verk leikkonunnar, myndin Charlotte’s Web, er nýkomin út og tvær aðrar eru í uppsiglingu. Hún mun þó væntanlega hægja aðeins á sér ef þessar fregnir reynast réttar, en Roberts hefur áður sagt að hún njóti þess út í ystu æsar að dunda sér heima við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.