Lífið

Tyson handtekinn fullur og með kókaín

Mike Tyson á í miklum vandræðum með að halda sér réttu megin við lögin.
Mike Tyson á í miklum vandræðum með að halda sér réttu megin við lögin.

Hnefaleikakappinn Mike Tyson var handtekinn á föstudaginn, fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Tyson var að yfirgefa næturklúbb í Scottsdale, Arizona og fóru lögreglumenn að elta hann þegar hann var næstum því búinn að keyra utan í lögreglubifreið.

Að sögn lögreglunnar í Scottsdale var Tyson allur af vilja gerður þegar lögregluþjónn bað hann um að gangast undir ölvunarpróf, en hafi brugðist illa við þegar lögreglan hóf að leita í bíl hans. Í bílnum fannst lítilræði af kókaíni, en meira af efninu fannst svo í fórum Tysons. Í kjölfarið var farið með hnefaleikakappann í fangageymslur og mætti hann fyrir rétt á föstudaginn, en var svo fljótlega sleppt gegn tryggingu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tyson kemst í kast við lögin, en hann hefur ítrekað verið kærður fyrir líkamsáraás og þurfti að dúsa í fanglesi um miðbik tíunda áratugarins eftir að hann var dæmdur fyrir nauðgun. Mike Tyson hefur svo gott sem lagt hnefaleika hanskana á hilluna, en í þau fáu skipti sem hann berst núna, er það gegn óverðugum andstæðingum og sjaldnast í viðkenndum viðureignum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.