Lífið

Þriðju leiðinni fagnað

Elísabet Eyþórsdóttir söng lög af plötunni Þriðja leiðin á útgáfu­tónleikunum.
Elísabet Eyþórsdóttir söng lög af plötunni Þriðja leiðin á útgáfu­tónleikunum. MYND/Rósa

Útgáfutónleikar vegna plötunnar Þriðja leiðin voru haldnir í Iðnó á dögunum. Þriðja leiðin er samstarfsverkefni Barkar Hrafns Birgissonar gítarleikara, Elísa­betar Eyþórsdóttur söngkonu og Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Lögin á plötunni eru öll eftir Börk en textarnir eru eftir Einar Má.

Áhorfendur kunnu vel að meta tónleikana og klöppuðu óspart fyrir þeim Berki, Betu og Einari Má. Einnig komu þar fram foreldrar Betu, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Þorgrímur Jónsson, Scott McLemore, Sigurður Flosason, Kjartan Hákonarson og Ómar Guðjónsson.

Einar Már Guðmundsson las upp ljóð úr nýútkominni bók sinni Ég stytti mér leið framhjá dauðanum. Textana á plötunni Þriðja leiðin er einmitt að finna í bókinni.


.
Elísabet, Einar og Börkur Hrafn Birgisson voru hyllt í Iðnó fyrir nýju plötuna.


.
Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon var á meðal áheyrenda og kunni greinilega vel að meta frammistöðu Elísabetar og félaga.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.