Fólkið sem gerði 2006 ógleymanlegt 30. desember 2006 12:00 Magni ÁsgeirssonÁrið 2006 var um margt eftirminnilegt. Örfá atvik og gjörðir landans standa þó upp úr. Fréttablaðið tók saman lista yfir fólkið sem gerði árið ógleymanlegt.Þeir sem allt þykjast vita um refilstigu tónlistar supu hveljur þegar spurðist að annarrar deildar sveitaballapoppari hefði komist áfram í Rock Star þáttunum. Hvað myndu hinir „ofursvölu“ LA–rokkarar halda um Ísland. En allt fór á annan veg. Magni ekki bara sló í gegn og sveitaballabransinn hlaut verðskuldaða uppreisn æru og Magni bjargaði í leiðinni Skjá einum og rakaði saman seðlum fyrir Símann í formi SMS-skeyta.Nylon-flokkurinn Bubbi „eat your heart out“. Arftakarnir koma úr óvæntri átt sannast sagna. Nylon-stelpurnar eru einu poppararnir sem mótmæltu hvalveiðum af einhverju viti með því að hætta við útgáfu plötu sinnar á Bretlandseyjum í kjölfari þess að Einar K. leyfði Kristjáni Loftssyni vini sínum að fara á ryðkláfi út á Ballarhaf og skutla nokkrar langreyðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Eyþór ArnaldsSkrautleg ökuferð Eyþórs, þegar hann keyrði á staur og reynda að ljúga sig út úr því máli varð fréttamatur á árinu. „Hér er staur, en það er allt í lagi því ég er he-he-hermaur,“ mun Eyþór hafa sagt þegar hann klessti á staurinn. En batnandi mönnum er best að lifa og Eyþór fór í meðferð, þó hann ætti ekki við neitt sérstakt áfengisvandamál að stríða, sem gerir hann að AA-manni ársins. Óli Geir JónssonEyddi hálfu árinu í að berjast fyrir að endurheimta titilinn Herra Ísland eftir að Elín Gestsdóttir svipti hann honum með fruntalegum hætti. Svo má aftur um það deila hvort þarna hafi verið til mikils að vinna. Bubbi MorthensEinlægni Bubba hefur meðal annars gert hann að því sem hann er. Þjóðin elskar hann fyrir að segja hlutina eins og þeir eru. Grái fiðringurinn er staðreynd og Bubbi fer ekki í felur með það. Þess vegna tók þjóðin af heilum hug þátt í fimmtugsafmælisveislu sem Glitnir og Vodafone héldu goðinu sem kórónaði gott ár með því að bjóða nýjum tengdapabba sínum, árinu eldri, til veislu. Jói og GuggaSýndu og sönnuðu að ástin sigrar. Þeim er að þakka að Jói í Kompás er sjónvarpsmaður ársins. Og broddborgurum landsins þykir vænna um mjúk rúm sín vitandi af því að til er það hlutskipti að vera á götunni. Ásgeir Kolbeins og Arnar GautiSmekkur þeirra og skynbragð á það sem er „flott“ og „kúl“ og „inn“ er óbrigðull. En hugsanlega ofmátu þessir elskuðu og dáðu og virtu fjölmiðlamenn stöðu sína þegar þeir flögguðu yfirlýsingum á borð við „ógeð“ og „viðbjóður“ um ástand venjulegrar íbúðar Ásgeirs fyrir breytingar í Innlit/útlit. Ummælin ollu miklu fjaðrafoki. Margir spurðu sig hvernig talsmáti þeirra félaga væri eiginlega þegar ekki væri kveikt á myndavélunum. Samúel KristjánssonBer ábyrgð á því að ofurfallegir jólatónleikar með þekktum söngdívum breyttust í martröð þar sem ríkti brjálað umferðaröngþveiti – skipulagsslys. Sem varð til þess að fagur jólasöngur féll í skuggann sem er skaði. Unnur Birna VilhjálmsdóttirÞrátt fyrir sigra og velgengni á árinu stendur það upp úr þegar hún flaug á hausinn á Broadway eins og belja á svelli. En þó svo að þar hafi þeir sem hafa ekkert allt of þróaðan húmor fengið sitthvað fyrir sinn snúð, þá hélt hún reisn sinni og steig á fætur jafn gullfalleg og alltaf. Og „kikkstartaði“ glanstímariti Reynis Traustasonar sem reyndi þar án árangurs að binda endi á fjölmiðlaþátttöku hennar. Sem er galin hugmynd. Árni JohnsenSýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt með ummælum sínum um „tæknileg mistök“. En Árni þekkir sína þjóð betur en nokkur annar. Á það hefur verið bent oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að þó þjóðin sé refsiglöð, og þar með sé fyrirgefningin ekki endilega ofarlega á blaði, þá hafa kjósendur minni á við gúbbífiska. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Magni ÁsgeirssonÁrið 2006 var um margt eftirminnilegt. Örfá atvik og gjörðir landans standa þó upp úr. Fréttablaðið tók saman lista yfir fólkið sem gerði árið ógleymanlegt.Þeir sem allt þykjast vita um refilstigu tónlistar supu hveljur þegar spurðist að annarrar deildar sveitaballapoppari hefði komist áfram í Rock Star þáttunum. Hvað myndu hinir „ofursvölu“ LA–rokkarar halda um Ísland. En allt fór á annan veg. Magni ekki bara sló í gegn og sveitaballabransinn hlaut verðskuldaða uppreisn æru og Magni bjargaði í leiðinni Skjá einum og rakaði saman seðlum fyrir Símann í formi SMS-skeyta.Nylon-flokkurinn Bubbi „eat your heart out“. Arftakarnir koma úr óvæntri átt sannast sagna. Nylon-stelpurnar eru einu poppararnir sem mótmæltu hvalveiðum af einhverju viti með því að hætta við útgáfu plötu sinnar á Bretlandseyjum í kjölfari þess að Einar K. leyfði Kristjáni Loftssyni vini sínum að fara á ryðkláfi út á Ballarhaf og skutla nokkrar langreyðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Eyþór ArnaldsSkrautleg ökuferð Eyþórs, þegar hann keyrði á staur og reynda að ljúga sig út úr því máli varð fréttamatur á árinu. „Hér er staur, en það er allt í lagi því ég er he-he-hermaur,“ mun Eyþór hafa sagt þegar hann klessti á staurinn. En batnandi mönnum er best að lifa og Eyþór fór í meðferð, þó hann ætti ekki við neitt sérstakt áfengisvandamál að stríða, sem gerir hann að AA-manni ársins. Óli Geir JónssonEyddi hálfu árinu í að berjast fyrir að endurheimta titilinn Herra Ísland eftir að Elín Gestsdóttir svipti hann honum með fruntalegum hætti. Svo má aftur um það deila hvort þarna hafi verið til mikils að vinna. Bubbi MorthensEinlægni Bubba hefur meðal annars gert hann að því sem hann er. Þjóðin elskar hann fyrir að segja hlutina eins og þeir eru. Grái fiðringurinn er staðreynd og Bubbi fer ekki í felur með það. Þess vegna tók þjóðin af heilum hug þátt í fimmtugsafmælisveislu sem Glitnir og Vodafone héldu goðinu sem kórónaði gott ár með því að bjóða nýjum tengdapabba sínum, árinu eldri, til veislu. Jói og GuggaSýndu og sönnuðu að ástin sigrar. Þeim er að þakka að Jói í Kompás er sjónvarpsmaður ársins. Og broddborgurum landsins þykir vænna um mjúk rúm sín vitandi af því að til er það hlutskipti að vera á götunni. Ásgeir Kolbeins og Arnar GautiSmekkur þeirra og skynbragð á það sem er „flott“ og „kúl“ og „inn“ er óbrigðull. En hugsanlega ofmátu þessir elskuðu og dáðu og virtu fjölmiðlamenn stöðu sína þegar þeir flögguðu yfirlýsingum á borð við „ógeð“ og „viðbjóður“ um ástand venjulegrar íbúðar Ásgeirs fyrir breytingar í Innlit/útlit. Ummælin ollu miklu fjaðrafoki. Margir spurðu sig hvernig talsmáti þeirra félaga væri eiginlega þegar ekki væri kveikt á myndavélunum. Samúel KristjánssonBer ábyrgð á því að ofurfallegir jólatónleikar með þekktum söngdívum breyttust í martröð þar sem ríkti brjálað umferðaröngþveiti – skipulagsslys. Sem varð til þess að fagur jólasöngur féll í skuggann sem er skaði. Unnur Birna VilhjálmsdóttirÞrátt fyrir sigra og velgengni á árinu stendur það upp úr þegar hún flaug á hausinn á Broadway eins og belja á svelli. En þó svo að þar hafi þeir sem hafa ekkert allt of þróaðan húmor fengið sitthvað fyrir sinn snúð, þá hélt hún reisn sinni og steig á fætur jafn gullfalleg og alltaf. Og „kikkstartaði“ glanstímariti Reynis Traustasonar sem reyndi þar án árangurs að binda endi á fjölmiðlaþátttöku hennar. Sem er galin hugmynd. Árni JohnsenSýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt með ummælum sínum um „tæknileg mistök“. En Árni þekkir sína þjóð betur en nokkur annar. Á það hefur verið bent oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að þó þjóðin sé refsiglöð, og þar með sé fyrirgefningin ekki endilega ofarlega á blaði, þá hafa kjósendur minni á við gúbbífiska.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira