Lífið

Rás 2 á Café Victor

Þórhildur Ólafsdóttir og Ævar Örn Jósepsson verða Á síðustu stundu á Café Victor á Rás 2 á morgun.
Þórhildur Ólafsdóttir og Ævar Örn Jósepsson verða Á síðustu stundu á Café Victor á Rás 2 á morgun.

Rás 2 sendir út áramótaþáttinn Á síðustu stundu frá Café Victor milli 13 og 16 á gamlársdag. Þau Ásgeir Eyþórsson, Þórhildur Ólafsdóttir og Ævar Örn Jósepsson munu fara yfir mál líðandi árs, rifja upp menningar- og listviðburði og íþróttaafrek Íslendinga.

Forystumenn stjórnmálaflokkanna eru einnig væntanlegir á Café Victor en í þættinum verður því líka ljóstrað upp hvern hlustendur Rásar 2 kusu mann ársins.

Tónlistaratriði verða heldur ekki í lakari kantinum því Bogomil Font og Flís munu troða upp og Radíusbræður kíkja einnig í heimsókn á Café Victor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.