Lífið

Charles er góður húmoristi

Karl prins og Camilla, eiginkona hans.
Karl prins og Camilla, eiginkona hans. MYND/REUTERS

Karl bretaprins hefur unnið mál gegn slúðurblaðinu Mail on Sunday, sem birti kafla úr einka-dagbók prinsins. Í kaflanum sem blaðið birti skrifaði prinsinn um yfirtöku Kínverja á Hong Kong árið 1997, sem hann fór um háðuglegum orðum.

Hann talaði um yfirtökuna sem; "The Great Chinese Takeaway," og lýsti leiðtogum Kína sem skelfilegum gömlum vaxmyndum. Mail on Sunday tapaði málinu bæði í undirrétti og fyrir áfrýjunarrétti. Ekki er getið um bætur prinsinum til handa.

Auðvitað eiga menn að fá að hafa sínar dagbækur fyrir sig, en Mail on Sunday sýndi þó að í krónprinsinum býr lúmskur húmor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.