Fleiri fréttir

Aldrei jafn margir á Airwaves

Dagskrá tónlistarhátíðinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í sjöunda sinn í miðborg Reykjavíkur 19.-23. október, liggur nú endanlega fyrir. Aldrei fyrr hafa jafn margir komið fram á hátíðinni og í ár, eða 160 hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar.

Vilja ekki rappa um McDonalds

Skyndibitakeðjan McDonalds hefur leitað ýmissa leiða til að efla kynningarstarfsemi sína til þess að höfða til ungra neytenda sem eru að vaxa og dafna á alla vegu. Þeir sóttust eftir liðsinnis rappara með litlum árangri.

Viðurkenning fyrir bækur

Grafarþögn, skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, er tilnefnd til CWA Gull og silfur rítings verðlaunanna. Þetta eru ein virtustu sakamálasagnaverðlaun heims og víða til þeirra vitnað. Verðlaunaafhendingin mun fara í London 8. nóvember en á meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin er sænski glæpasagnahöfundurinn Henning Mankell. Aðspurður hvaða þýðingu tilnefningin hafi fyrir hann segir Arnaldur að hann telji þetta viðurkenningu fyrir bækur hans og að hún sé bæði merkileg og ánægjuleg.

Fer fram á hjónaskilnað

22 ára gömul rúmensk kona hefur farið fram á skilnað vegna þess að hún þolir ekki að þurfa að borða hádegisverð með tengdamóður sinni á hverjum degi.

Metfjöldi heimsótti Vísisvefinn

Vísir er vinsælasta vefsvæði landsins og sló notkun í liðinni viku öll met. Vikulegir notendur á Vísi mældust tæplega 213 þúsund í liðinni viku og hafa ekki mælst fleiri frá upphafi. Aðeins einu sinni áður hefur vefur í samræmdri vefmælingu fengið fleiri vikulega notendur og mátti fyrst og ­fremst rekja aukninguna til gríðarlegrar umferðar frá útlöndum.

Svövuþing í Kennaraháskólanum

Rithöfundurinn og þingkonan Svava Jakobsdóttir hefði orðið 75 ára í dag. Af því tilefni var efnt til Svövuþings henni til heiðurs í Kennaraháskólanum í dag en dagskrá þingsins var helguð bókmenntum Svövu og hvernig þær geta hvatt nemendur til fróðleiksþorsta.

Símaklefar að verða úreltir

Símaklefar eru úrelt fyrirbæri. Íslendingar eru steinhættir að nota þá og eru tveir klefar rifnir í viku hverri.

Simpansaynja hættir að reykja

Tímamót hafa orðið í lífi simpansaynjunnar Ai Ai. Hún er loks hætt að reykja. Ai Ai er tuttugu og sjö ára og býr í dýragarði í Norðvestur-Kína. Hún byrjaði að reykja fyrir sextán árum, líklega af leiða og sorg, en maki hennar var þá nýdáinn.

Þorfinnur til 365 ljósvakamiðla

Þorfinnur Ómarsson hefur verið ráðinn til 365 ljósvakamiðla. Hann mun sjá um þáttagerð á Fréttastöðinni sem hefur útsendingar innan nokkurra vikna. Þorfinnur hefur víðtæka reynslu af starfi í fjölmiðlum og var um skeið forstöðumaður meistarnáms hagnýtrar fjölmiðlunar við Háskóla Íslands.

Íslendingar syngja með Kiri

Tveir ungir söngvarar duttu heldur betur í lukkupottinn í gær. Hin heimsfræga söngkona Kiri te Kanawa bauð þeim óvænt að syngja með sér á tónleikum hennar á miðvikudaginn.

Babyshambles kemur ekki

Í ljósi handtöku Pete Doherty söngvara hljómsveitarinnar Babyshambles í Englandi í gær hefur Hr.Örlygur framkvæmdaraðili Iceland Airwaves hátíðarinnar ákveðið að aflýsa bókun Babyshambles á hátíðina.

Sveinki fær bætur fyrir hreindýr

Danski flugherinn hefur fallist á að greiða jólasveini þar í landi bætur fyrir að hafa drepið eitt af hreindýrum hans. Atvinnujólasveinninni Olovi Nikanoff segist hafa orðið miður sín þegar hann kom að dýrinu dauðu í febrúar síðastliðnum, en hann hélt því því fram að það hefði drepist úr hræðslu þegar tvær F-16 herfþotur flugu lágt yfir beitiland dýrsins.

Tíu milljónir króna söfnuðust

Alls söfnuðust tíu milljónir króna í söfnuninni „Börn hjálpa börnum“ sem nú er nýlokið en söfnunin hófst formlega á 75 ára afmælisdegi frú Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl síðastlinn. Rúmlega þrjú þúsund grunnskólabörn gengu í hús með söfnunarbauka í vor en baukar hafa einnig staðið í verslunum og fyrirtækjum.

HM í aflraunum fatlaðra

Heimsmeistaramótið í aflraunum fatlaðra hófst á Lækjartorgi í dag þar sem dregnir voru níðþungir bílar. Heimsmeistaramótið er nú haldið í þriðja sinn en að þessu sinni keppa tíu manns um titilinn.

Leitin að næstu Idol-stjörnu Íslands hafin

Leitin að næstu Idol-stjörnu Íslands er hafin en fyrst þáttur Idol Stjörnuleitar 3 var sýndur á Stöð 2 í kvöld. Viðtökur fóru langt fram úr björtustu vonum en yfir 1.400 manns skráðu sig til leiks.

Sökkti snekkju vegna skilnaðar

Skilnaðir geta orðið ljótir. Að því komst eiginkona Britons Marks Bridgewoods frá Englandi sem ákvað að fyrst konan vildi sökkva hjónabandinu skyldi 12 milljóna snekkja þeirra hjóna fara sömu leið. Sökkti hann því bátnum í Dartmouth-höfn í suðurhluta Englands, en konan hafði nýlega sett bátinn á sölu.

Uppselt á þrenna tónleika Kirkjebö

Sissel Kyrkjebø kom til landsins í morgun ásamt um það bil 120 manna fylgdarliði en hún mun syngja á þrennum tónleikum í Háskólabíói um helgina. Sissel var ánægð við komuna til landsins í morgun og sagðist hlakka til að fá loksins að syngja fyrir íslendinga. Uppselt er á þrenna tónleika en ennþá eru til miðar á aukatónleika sem Sinfóníhljómsveit Oslóarborgar og Oslóar Bachkórinn halda í Grafarvogskirkju á sunnudagskvöldið. Þar mun Sissel taka nokkur  lög.  Þetta er því síðasta tækifærið fyrir þá sem vilja sjá norsku söngkonuna syngja hér á landi.

Aukatónleikar með Antony and The Johnsons

Antony and The Johnsons halda aukatónleika á Íslandi þann 11. desember n.k. Þegar tónleikahaldari tjáði Antony að selst hefði upp á tónleikana 10. desember á aðeins 7 mínútum var hann mjög hissa og spurði hvernig í ósköpunum gæti staðið á þessu. Antony hafði gert ráð fyrir að enda tónleikaferð sína hér en þegar hann heyrði af viðbrögðunum ákvað hann að halda aukatónleika.

Nýtt lag með Nylon flutt á morgun

Nýtt lag frá stúlknasveitinni Nylon verður frumflutt á FM957 á morgun, en það er að finna á nýrri hljómplötu sveitarinnar sem væntanleg er í verslanir í nóvember. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Concert, umboðsfyrirtæki Nylon, hefur platan verið í vinnslu frá því í vor og mun hún innihalda 12 lög.

Styttist í brottför Ástarfleysins

Nú hefur Sirkus tekið viðtöl við 40 manns sem sóttu um að komast um borð í Ástarfleyið. "Mun fleiri skráðu sig til leiks en við á Sirkus höfðum þorað að vona en yfir 500 manns skráðu sig. Við hefðum auðveldlega getað tekið viðtöl við yfir 100 manns ef ekki væri svona stutt í að Ástarfleyið sigldi úr höfn, svo áhugaverðir voru þeir sem skráðu sig," segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, kynningarstjóri Sirkuss.

KK og Lucky One bandið hita upp fyrir Kínaferð

KK og gamla Lucky One bandið er á leiðinni til Kína til að taka þátt í 7. alþjóðlegu listahátíðinni í Shanghai. Kristjáni var upphaflega boðið að koma í fyrra en gat það ekki sökum anna. Í tilefni af Kínaferðinni verða haldnir tónleikar á Nasa í Reykjavík fimmtudaginn 13. október n.k.

Strákarnir fá góða dóma erlendis

Kvikmyndin Strákarnir okkar eftir Róbert Douglas fær góða dóma á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety. Myndin er sögð kraftmikil og skemmtileg og minna mjög á þýska mynd sem nýlega var frumsýnd og fjallar um samkynhneigðan mann í tilvistarkreppu.

Moore og Kutcher í hnapphelduna

Hollywood-parið Demi Moore og Ashton Kutcher játaðist hvort öðru í Los Angeles um helgina, ef marka má fréttir bandarísku slúðurblaðanna <em>US Weekly</em> og <em>People Magazine</em>. Moore sem er 42 ára, er fimmtán árum eldri en Kutcher, en þau hafa verið saman í tvö ár. Þetta er þriðja hjónaband leikkonunnar, en hún skildi við leikarann Bruce Willis fyrir þremur árum eftir tíu ára hjónaband.

Íslandsmeistaramótið í magadansi

Harðar bassaaríur og þung karlakóralög viku fyrir mjúkum línum og seiðandi hreyfingum þegar Íslandsmeistaramótið í magadansi fór fram í húsakynnum Karlakórs Reykjavíkur í gærkvöldi. Íslandsmeistarar í flokkum áhuga- og atvinnumanna voru krýndir en það var framkvæmdastjóri úr Árbænum sem sigraði í flokki áhugamanna.

Reyna við Íslandsmetið í sippi

Vesturbæingar ætla að freista þess að slá Íslandsmetið í sippi í dag sem Grafarvogsbúar settu nýverið. Þetta mun eiga sér stað á árlegri hausthátíð Vesturbæinga. Þar verður einnig boðið upp á fjölda skemmtiatriða og nýr þjónustuskáli á vegum borgarinnar, Vesturgarður, verður opnaður.

Sigur Rós loksins á Íslandi

Sigur Rós heldur loks tónleika hér á landi í lok nóvember. Hartnær þrjú ár eru síðan sveitin lék síðast á Íslandi.

Íslandsmetið í hópsippi stendur

Vesturbæingar á öllum aldri reyndu að slá Íslandsmet Grafarvogsbúa í hópsippi í dag. Þrátt fyrir góðan vilja lét árangurinn á sér standa en um hundrað manns tóku þátt í sippinu. Flestir voru þó sáttir við að hafa sett nýtt Vesturbæjarmet.

Takk gerir það gott

Nýjasta plata Sigur Rósar,<em> Takk</em>, hefur gert það gott um allan heim. Í fyrstu vikunni eftir að platan kom út fór hún beint í fyrsta sæti hér á landi. Í Bretlandi hoppaði hún í sextánda sæti og í Bandaríkjunum í það tuttugasta og sjöunda.

Einn mesti Harry Potter aðdáandinn

Það er svo sem löngu vitað að Harry Potter á sér aðdáendur um allan heim. Sandra Luchian, fimmtán ára moldavísk stúlka slær þó áreiðanlega flesta þeirra út.

Britney mest pirrandi í verslunum

Söngkonan og hin nýbakaða móðir Britney Spears nýtur þess vafasama heiðurs að vera sá tónlistarmaður sem starfsmönnum verslana finnst leiðinlegast að hlusta á í vinnunni. Þetta kemur fram í könnun sem vefsíðan Retailchoice gerði meðal 1400 starfsmanna í verslunum og greint er frá á vef <em>BBC</em>.

Minningartónleikar um Örn í kvöld

Minningartónleikar um Örn Washington, sem lést fyrir skömmu, verða haldnir í kvöld á Nasa við Austurvöll, en tónleikarnir eru til styrktar hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og síma Samtakanna '78 og Geðhjálpar. Meðal þeirra sem koma fram eru Páll Óskar og Monika, Bubbi Morthens, Ragnhildur Gísladóttir með Sigtryggi Baldurssyni, Rúnar Júlíusson, Hjálmar og Jagúar.

Miðasalan á Airwaves komin í gang

Miðasala á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves 2005 hófst á mánudaginn en hátíðin fer fram í sjöunda sinn helgina 19.-23. október og eins og undanfarin ár eru tónleikastaðirnir allir í miðborg Reykjavíkur.

Bessi Bjarnason jarðsettur

Bessi Bjarnason var jarðsettur frá Hallgrímskirkju í dag. Fréttastofan rifjar upp feril þessa stórleikara.

Bolton mættur til landsins

Bandaríski hjartaknúsarinn og konungur rómantísku popptónlistarinnar, Michael Bolton, er mættur til landsins. Ef að líkum lætur mun kappinn bræða fjölmörg hjörtu með angurværri röddu og ljúfsárum tregatónum á tónleikum annað kvöld í Laugardagshöllinni.

McCartney hvarf ofan í sviðið

Söngvarinn heimsfrægi Paul McCartney varð fyrir því óhappi á tónleikum í Bandaríkjunum að detta niður um gat á sviði þar sem hann kom fram. Bítillinn fyrrverandi meiddist lítillega á handlegg og baki, en starfsfólk á sviðinu stökk til og aðstoðaði hann.

Raymond besti gamanþátturinn

Gamanþættirnir sívinsælu <em>Everybody Loves Raymond</em> hlutu Emmy-verðlaunin í flokki gamanþátta í gærkvöldi og skutu þar með nýrri þáttum á borð við <em>Eiginkonurnar aðþrengdu</em> ref fyrir rass. Í flokki dramaþátta urðu þættirnir um strandaglópana í <em>Lost</em> hlutskarpastir.

Dís og Gargandi snilld tilnefndar

Kvikmyndirnar <em>Dís </em>í leikstjórn Silju Hauksdóttur, sem jafnframt er einn þriggja handritshöfunda myndarinnar, og<em> Gargandi snilld</em> í leikstjórn Ara Alexanders, sem jafnframt skrifaði handritið, eru í hópi tíu kvikmynda frá Norðurlöndunum sem tilnefndar hafa verið til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár.

Harry mun ekki breyta um lífsstíl

Harry prins, sem heldur upp á tuttugu og eins árs afmæli sitt í dag, segist ekki ætla að breyta um lífsstíl þó að sumum þyki hann skemmta sér heldur mikið. Harry hefur undanfarin ár oftar komist í fréttirnar af óheppilegum ástæðum heldur en Vilhjálmur bróðir hans.

Erfinginn enn í móðurkviði

Mary Danmerkurprinsessa er ekki enn orðin léttari en hún fékk hríðir í gær, sex vikum á undan áætlun, og var flutt með hraði á sjúkrahús. Ekki er vitað hvors kyns það verður en ef Mary, sem er frá Ástralíu, fæðir stúlku þarf að breyta stjórnarskránni svo að hún geti orðið drottning.

Britney eignaðist strák

Söngkonan heimsfræga, Britney Spears, er orðin móðir. Britney og Kevin Federline, eiginmaður hennar, greina frá því á heimasíðu söngkonunnar að þeim hafi fæðst sonur.

Prinsinn segir Camillu yndislega

Harry prins segir Camillu, stjúpu sína, yndislega konu. Prinsinn fékk heilmikla fjölmiðlaathygli í dag í tilefni af því að hann hélt upp á tuttugu og eins árs afmælið sitt. Breskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir því hversu umhyggjusamur hann er.

Erfingi að fæðast í Danmörku?

Mary Donaldson , krónprinsessa Danmerkur, var í gærkvöldi lögð inn á Landspítalann í Kaupmannahöfn vegna samdráttar í móðurlífi. Prinsessan á von á sér eftir sex vikur.

Árleg söfnun aðventista

Um fimmtíu manns frá Hjálparstarfi aðventista ganga í dag og næstu daga í hús á höfuðborgarsvæðinu vegna árlegrar söfnunar fyrir ADRA, sem er þróunar- og líknarstofnun aðventista. Stofnunin styður einkum langtíma þrónarverkefni í baráttu gegn fátækt, með áherslu á menntun, heilsu, vatnsveitur og jarðrækt.

Rændur á meðan hann var á sviðinu

Ein vinsælasta rokkstjarna Ítala virðist ekki vera vinsæl hjá alveg allri þjóðinni. Í það minnsta ákváðu einhverjir óprúttnir aðilar að nýta tækifærið á meðan rokkarinn, Luciano Ligabue að nafni, spilaði á 200.000 manna tónleikum í bænum Reggio Emilia í norðurhluta landsins í gærkvöldi og fara ránshendi um heimili hans.

Reyna við heimsmet í sippi

Þess verður freistað í Egilshöll í dag að setja heimsmet í sippi. Þetta er einn af fjölmörgum dagskrárliðum Grafarvogsdagsins sem hófst í heitu pottunum í Grafarvogslaug klukkan átta í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir