Lífið

Strákarnir fá góða dóma erlendis

Kvikmyndin Strákarnir okkar eftir Róbert Douglas fær góða dóma á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety. Myndin er sögð kraftmikil og skemmtileg og minna mjög á þýska mynd sem nýlega var frumsýnd og fjallar um samkynhneigðan mann í tilvistarkreppu. Gagnrýnandi Variety hrósar allri tæknivinnu myndarinnar í hástert og spáir því að henni geti vegnað vel á Bandaríkjamarkaði. Strákarnir okkar var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada á dögunum þar sem hún fékk einnig mjög jákvæðar viðtökur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.