Lífið

Harry mun ekki breyta um lífsstíl

Harry prins, sem heldur upp á tuttugu og eins árs afmæli sitt í dag, segist ekki ætla að breyta um lífsstíl þó að sumum þyki hann skemmta sér heldur mikið. Harry hefur undanfarin ár oftar komist í fréttirnar af óheppilegum ástæðum heldur en Vilhjálmur bróðir hans og mörgum í konungsfjölskyldunni bresku þykir nóg um. Frægt er orðið þegar hann sást í nasistabúningi fyrr á þessu ári og eins hafa sögur af óhóflegri drykkju og maríjúanareykingum oft komist á síður slúðurblaðanna. Prinsinn lætur umtalið lítið á sig fá og segist ekki munu breytast þó að hann sé orðinn tuttugu og eins árs gamall.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.