Lífið

Moore og Kutcher í hnapphelduna

Hollywood-parið Demi Moore og Ashton Kutcher játaðist hvort öðru í Los Angeles um helgina, ef marka má fréttir bandarísku slúðurblaðanna US Weekly og People Magazine. Moore sem er 42 ára, er fimmtán árum eldri en Kutcher, en þau hafa verið saman í tvö ár. Þetta er þriðja hjónaband leikkonunnar, en hún skildi við leikarann Bruce Willis fyrir þremur árum eftir tíu ára hjónaband. Þau eiga saman þrjár dætur. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem Ashton Kutcher gengur upp að altarinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.