Lífið

Tíu milljónir króna söfnuðust

Alls söfnuðust tíu milljónir króna í söfnuninni „Börn hjálpa börnum“ sem nú er nýlokið en söfnunin hófst formlega á 75 ára afmælisdegi frú Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl síðastliðinn með framlagi hennar og Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands. Rúmlega þrjú þúsund grunnskólabörn gengu í hús með söfnunarbauka í vor en baukar hafa einnig staðið í verslunum og fyrirtækjum. Í fréttatilkynningu frá ABC-barnahjálp segir að markmiðið sem sett var hafi náðst en það var að ná tíu milljónum til að byggja svefnskála fyrir átta hundruð drengi á „Heimili litlu ljósanna“ á Indlandi. Rennur söfnunarféð óskert til þess verkefnis en byggingaframkvæmdir við svefnskálanna hafa staðið yfir í sumar og haust.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.