Lífið

Reyna við heimsmet í sippi

Þess verður freistað í Egilshöll í dag að setja heimsmet í sippi. Þetta er einn af fjölmörgum dagskrárliðum Grafarvogsdagsins sem hófst í heitu pottunum í Grafarvogslaug klukkan átta í morgun. Klukkan tíu hófst fjöruhátíð á Eiðinu en það er svo klukkan eitt sem reyna á við heimsmetið í sippi. Samkvæmt heimsmetabók Guinnes eiga íbúar í Hong Kong metið í „Mesta fjölda sem sippað hefur samtímis“. Það var sett snemma á þessu ári á hverfishátíð í Hong Kong en þá sippuðu 2.474 Kínverjar á íþróttaleikvangi. Til að slá metið þurfa því 2.475 manns að sippa stanslaust í þrjár mínútur í Egilshöll í dag og enginn má taka lengra hlé en tíu sekúndur á þessum þremur mínútum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.