Íslandsmeistaramótið í magadansi 25. september 2005 00:01 Harðar bassaaríur og þung karlakóralög viku fyrir mjúkum línum og seiðandi hreyfingum þegar Íslandsmeistaramótið í magadansi fór fram í húsakynnum Karlakórs Reykjavíkur í gærkvöldi. Íslandsmeistarar í flokkum áhuga- og atvinnumanna voru krýndir en það var framkvæmdastjóri úr Árbænum sem sigraði í flokki áhugamanna. Magadansíþróttin, eða öllu heldur magadanslistin, nýtur sívaxandi hylli íslenskra kvenna um þessar mundir og jafnvel talið að nokkur hundruð kvenna, auk þriggja karla, stundi þennan seiðandi dans að staðaldri. Það var enda margt um manninn þegar Íslandsmeistaramót var haldið í greininni í gærkvöldi en til leiks voru mættar 13 konur sem tókust á í dansi. Keppt var í tveimur flokkum, atvinnumanna og áhugamanna, en í flokki atvinnumanna eru vanari dansarar og kennarar. Kynnir kvöldsins var engin önnur en sjálf magadansmær Íslands, Helga Braga Jónsdóttir. Eftir æsispennandi dansa - þar sem ekkert var gefið eftir - voru úrslit í báðum flokkum ljós. Það var Rosana Ragimova sem kom sá, dillaði sér og sigraði í flokki atvinnumanna en hún, líkt og fleiri í þeim flokki, hefur haft veg og vanda af því að kenna íslenskum konum listina við að bera magadansbeltið svo sómi sé af. Senuþjófur kvöldsins var þó framkvæmdastjóri úr Árbænum sem eftir að hafa stundað dansinn í einungis eitt ár þótti best í hópi áhugamanna. Arna Guðlaug Einarsdóttir hefur undanfarið árið stundað magadansinn af kappi milli þess að stýra fyriræki í þekkingariðnaði. Hún sagði í samtali við fréttastofuna í dag að sigurinn hefði komið henni á óvart. Hún kveðst ætla að mæta sterk til leiks að ári þegar hún keppir í hópi atvinnumanna í kjölfar sigursins í gær. Að lokinni keppni fóru svo keppendur og fögnuðu á danshúsum í miðborginni. Þar var þó hefðbundnari dans stiginn. Innlent Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Harðar bassaaríur og þung karlakóralög viku fyrir mjúkum línum og seiðandi hreyfingum þegar Íslandsmeistaramótið í magadansi fór fram í húsakynnum Karlakórs Reykjavíkur í gærkvöldi. Íslandsmeistarar í flokkum áhuga- og atvinnumanna voru krýndir en það var framkvæmdastjóri úr Árbænum sem sigraði í flokki áhugamanna. Magadansíþróttin, eða öllu heldur magadanslistin, nýtur sívaxandi hylli íslenskra kvenna um þessar mundir og jafnvel talið að nokkur hundruð kvenna, auk þriggja karla, stundi þennan seiðandi dans að staðaldri. Það var enda margt um manninn þegar Íslandsmeistaramót var haldið í greininni í gærkvöldi en til leiks voru mættar 13 konur sem tókust á í dansi. Keppt var í tveimur flokkum, atvinnumanna og áhugamanna, en í flokki atvinnumanna eru vanari dansarar og kennarar. Kynnir kvöldsins var engin önnur en sjálf magadansmær Íslands, Helga Braga Jónsdóttir. Eftir æsispennandi dansa - þar sem ekkert var gefið eftir - voru úrslit í báðum flokkum ljós. Það var Rosana Ragimova sem kom sá, dillaði sér og sigraði í flokki atvinnumanna en hún, líkt og fleiri í þeim flokki, hefur haft veg og vanda af því að kenna íslenskum konum listina við að bera magadansbeltið svo sómi sé af. Senuþjófur kvöldsins var þó framkvæmdastjóri úr Árbænum sem eftir að hafa stundað dansinn í einungis eitt ár þótti best í hópi áhugamanna. Arna Guðlaug Einarsdóttir hefur undanfarið árið stundað magadansinn af kappi milli þess að stýra fyriræki í þekkingariðnaði. Hún sagði í samtali við fréttastofuna í dag að sigurinn hefði komið henni á óvart. Hún kveðst ætla að mæta sterk til leiks að ári þegar hún keppir í hópi atvinnumanna í kjölfar sigursins í gær. Að lokinni keppni fóru svo keppendur og fögnuðu á danshúsum í miðborginni. Þar var þó hefðbundnari dans stiginn.
Innlent Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira