Lífið

Prinsinn segir Camillu yndislega

Harry prins segir Camillu, stjúpu sína, yndislega konu. Prinsinn fékk heilmikla fjölmiðlaathygli í dag í tilefni af því að hann hélt upp á tuttugu og eins árs afmælið sitt. Breskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir því hversu umhyggjusamur hann er. Harry prins, sem hingað til hefur haft orð á sér fyrir að vera mikið partýljón, er nú í herskóla. Hann hefur á síðustu árum oft ratað í fréttirnar fyrir miður skemmtilega hluti, svo sem fyrir að hafa reykt kannabisefni, drukkið áfengi undir lögaldri, lent í ryskingum við paparazzi-ljósmyndara og verið í nasistabúningi á grímuballi. Í viðtalinu sem tekið var í tilefni af afmælinu var dregin upp mun mýkri mynd af prinsinum sem segir Camillu langt frá því að vera hina illu stjúpmóður. Prinsinn ungi sagði að sú reynsla sem hann hefði gengið í gegnum á undanförum árum hefði þroskað hann mikið en það væri þó ekki þar með sagt að hann væri að flýta sér að verða fullorðinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.