Lífið

McCartney hvarf ofan í sviðið

Söngvarinn heimsfrægi Paul McCartney varð fyrir því óhappi á tónleikum í Bandaríkjunum að detta niður um gat á sviði þar sem hann kom fram. Bítillinn fyrrverandi meiddist lítillega á handlegg og baki, en starfsfólk á sviðinu stökk til og aðstoðaði hann. Á fréttavef New Musical Express kemur fram að atvikið hafi átt sér stað á laugardaginn í Tampa í Flórída, en söngvarinn var á leið yfir sviðið á stað þar sem píanó átti að koma upp úr gólfinu. "Á sviðinu er risahola og ég datt ofan í hana. Við rótarana segi ég: þarna á að vera komin upp girðing á morgun," er haft eftir McCartney.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.