Fleiri fréttir

Báru út póst á aðfangadagskvöld

"Menn gátu sett bréf í póst rétt fyrir hádegi á aðfangadag og merkt þau "jólakvöld" og voru bréfin þá borin út á aðfangadagskvöld eftir klukkan sex. Þess má geta að annar tveggja bréfbera í bænum þetta ár var Erlendur í Unuhúsi," segir Heimi Þorleifsson sagnfræðingur en hann er höfundur "Póstsögu Íslands 1873-1935" sem kom út nú fyrir jólin.

Sólin dofnaði og skín aldrei jafn skært á ný

Hafsteinn Númason var um borð í Bessa þegar snjóflóðið féll. Í landi voru Berglind Kristjánsdóttir eiginkona hans og litlu börnin þeirra þrjú. Börnin létust og Berglind slasaðist illa. Hafsteinn vildi helst hætta að anda eftir slysið. </font /></b />

Látinna minnst

Í dag eru liðin tíu ár síðan snjóflóð féll á Súðavík og hreif með sér fjórtán mannslíf. Minningarguðsþjónusta verður í íþróttahúsinu í Súðavík í dag og í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í kvöld.

Hrannar sölustjóri 365

Hrannar B. Arnarsson hefur verið ráðinn sölustjóri áskriftarsölu hjá 365 - ljósvakamiðlum og lausasölu hjá 365 - prentmiðlum. Hrannar var áður markaðsstjóri hjá Eddu útgáfu. Hann mun hefja störf á morgun.

Það er ekki til frásagnar

"Bókaútgáfan hjá okkur gekk vel. Og það er eiginlega sama sagan hjá öllum sem ég hef talað við í greininni. En þessa dagana erum við að taka við bókum úr dreifingunni, skilunum. Mann svíður auðvitað í hjartað við hvern einasta kassa. En þetta var ágætt," segir Steingrímur Steinþórsson, bókaútgefandi í Skruddu, en hann er 54 ára í dag.

Meira popp á Saumastofunni

Það er meira popp í loftinu á <em>Saumastofu</em> Kjartans Ragnarssonar nú en fyrir þrjátíu árum. Á morgun gefst landsmönnum kostur á að kynnast saumastofunni á ný eftir langt hlé.

Nýtt óperuhús tekið í notkun

Mikið var um dýrðir þegar nýja óperuhúsið í Kaupmannahöfn var opnað á laugardag að viðstaddri drottningunni og fleira mektarfólki. Um 400 söngvarar, dansarar og leikarar skemmtu gestum í húsinu sem rúmar 1.700 gesti.

Listin er að ætla sér ekki um of

Hjörleifur Guttormsson fékk úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum álvers Alcoa í Reyðarfirði hnekkt, í bili í það minnsta. Ekki er öllum jafn mikið um baráttu Hjörleifs gefið og hefur honum jafnvel verið hótað af sveitungum sínum eystra. </font /></b />

Harry heimsæki Auswitch

Karl Bretaprins ætlar að skipa Harry syni sínum að heimsækja fangabúðirnar í Auswitch eftir að fréttir bárust af því að Harry hefði klæðst armbandi með hakakrossi á í afmælisveislu um helgina. Æsifréttablaðið <em>Sun</em> segir Karl æfan af reiði yfir athæfi sonarins og hann vilji að Harry fræðist nánar um Helförina með því að heimsækja fangabúðirnar.

Þeir sprengja í kellingar

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir DV</strong>. Í blaðinu getur þú fundið út hver þú ert samkvæmt týpukerfi fókus og séð allt um bestu plöturnar sem eru væntanlegar Í viðtali við mestu hnakka landsins, <strong>kallana.is</strong>, segja þeir frá ljósabekkjareglum, mistökum í kynlífi og muninum á white-trash hnökkum og þeim.

Fókus býður í bíó

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir með DV</strong>. Eins og venjulega býður blaðið lesendum sínum að klippa út miða og skipta honum út fyrir alvöru bíómiða, að þessu sinni á hina eitursnjöllu <strong>Lemony Snicket´s A Series of Unfortunate Events</strong>. Þar fer Jim Carrey á kostum sem Olaf greifi, blanda af Fagin í Óliver, Beetlejuice og Glanna glæp.

Konur vilja bara kortér

<strong>Rekkjusögur úr Reykjavík</strong>, pistill Katrínar Rutar, er á sínum stað í <strong>Fókus </strong>sem fylgir með <strong>DV í dag</strong>. Þessa vikuna kemur hún upp um misskilning karla varðandi kynlífstíma. Eftir mikla athugun og kannanir komst hún að því að það er álit flestra kvenna að ekkert sé verra en að hjakkast klukkutímum saman.

Setja Saumastofuna sjálf upp

<strong>Fókus</strong> fylgir með <strong>DV í dag</strong>. Þar er ítarleg úttekt á skemmtanalífinu um helgina. Á <strong>djammkortinu</strong> er að finna alla staði miðbæjarins og úthverfanna, hvernig stemmningin er og hvað er að gerast. Á sunnudaginn verður leikritið <strong>Saumastofan</strong> frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Nokkrir leiklistarkrakkar tóku sig saman og uppfærðu 30 ára gamalt verk að nýjum tíma.

Allir velkomnir í Ígulker

Ein nýjasta búð miðbæjarins heitir <strong>Ígulker</strong> og er stödd á Laugavegi 60. Þar ræður ríkjum hin tvítuga, spænsk ættaða <strong>Carmen Jóhannsdóttir</strong>. Hún bjó í Barcelona og kynntist búðabransanum í gegnum vini sína. Carmen tók þá ákvörðun að demba sér sjálf í bransann, fór á námskeið, tók lán og stofnaði Ígulker. Hún sagði <strong>Fókus</strong> hvers fólk má vænta í búðinni.

Úr svínasúpu í blóðbað

Ólafur Egill Egilsson, Björn Thors, Björgvin Franz Gíslason og Auðunn Blöndal eru á meðal íslenskra leikara sem Eli Roth hefur skoðað með hlutverk í nýrri hryllingsmynd í huga. 

Boða svita og geðveiki

Í <strong>Fókus sem fylgir DV</strong> á föstudögum er alltaf Djammkortið að finna. Þar eru viðburðir helgarinnar útlistaðir og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir eru fimmtugir Kópavogsbúar eða tvítugar miðbæjarrottur. Í kvöld eru til dæmis rokktónleikar á Grandrokk. Þar stíga á stokk þrjár hljómsveitir og þar á meðal er rokkbandið Changer.

Emma á BBC

Plöggið er komið á fullt hjá <strong>Emilíönu Torrini</strong>, enda er stutt í að nýja platan komi út. Hún er því á ferð og flugi þessa dagana á tónleikum í Englandi og fékk m.a. fínan dóm fyrir það í The Guardian. <strong>Fókus </strong>fór á stúfana og komst einnig að því að á mánudaginn mætir hún til BBC í Lundúnum til að spjalla og spila nýju lögin sín í hljóðverinu.

Lag um óvenjulegan dans

Dúettinn Hot Damn, með Jenna úr Brain Police og Smára Tarfi í broddi fylkingar, kom nýlega fram í sjónvarpsþættinum Óp og spilaði nýtt lag sem heitir Butt Bumpin Boogie.

Aðgangseyrir til Asíu

Bjarmaland, framleiðslufyrirtæki kvikmyndarinnar Í takt við tímann, og Skífan létu aðgangseyri af öllum sýningum kvikmyndarinnar í Regnboganum í gær renna óskiptan til söfnunarinnar Neyðarhjálp úr norðri.

Segir Jackson hafa fróað honum

Drengurinn sem hefur sakað popparann Michael Jackson um að hafa misnotað sig kynferðislega, sagði fyrir rétti í Kaliforniu í fyrra að Jackson hefði fróað honum er hann var 13 ára á heimili Jacksons, Neverland.

Hatturinn hans Dúdda á uppboði

Söfnunin Neyðarhjálp úr Norðri nær hámarki klukkan 19:40 í kvöld þegar sjónvarpsstöðvarnar Skjár Einn, Stöð 2 og Sjónvarpið senda allar út þennan söfnunarþátt til styrktar fórnarlömbum flóðbylgjunnar í Asíu.  

Sammi er tískudrós

Samuel L. Jackson hefur viðurkennt að hann sé ansi hégómafullur. Stjarnan segist alltaf skipuleggja fötin sín jafnvel þó hann sé einungis að fara að spila golf.

Eastwood hótar Moore

Clint Eastwood lýsti því yfir á verðlaunahátíð í New York á dögunum að hann myndi "drepa" kvikmyndagerðarmanninn Michael Moore ef hann birtist einhvern tíma í dyragættinni hans með myndavél.

Nanna Kristín féll út úr Idol

Nanna Kristín Jóhannsdóttir varð fyrst til að falla út úr úrslitakeppni Idol stjörnuleitarinnar í kvöld. Fyrsti þáttur úrslitanna var í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Vetrargarðinum í Smáralind í kvöld og sungu tíu þátttakendur lög að eigin vali.

Upprennandi stjarna

Á hverju ári velur Europian Film Promotion hóp ungra leikara sem vakið hafa sérstaka athygli á árinu. Nú hefur Álfrún Örnólfsdóttir verið valin í "Shooting Star" hópinn 2005. Alls er 21 ungur leikari og leikkona frá Evrópu valin í þennan hóp sem er kynntur á hverju ári á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem hefst í byrjun febrúar. 

Harry með hakakrossarmband

Harry Bretaprins, sonur Karls og Díönu, bar armband með hakakrossi á í afmælisveislu vinar síns um helgina. Æsifréttablaðið <em>Sun</em> komst á snoðir um málið eins og þess er von og vísa. Mynd af Harry með sígarettu í munni og hakakross á handleggnum prýðir forsíðu blaðsins í dag.

Nýr heimur í gluggatjöldum

Nútíma gluggatjöld á Suðurlandsbraut 8 í Reykjavík býður upp á gríðarlegt úrval gluggatjalda sem sum hafa ekki sést áðu </font /></b />

Nothæfar allt árið

Fallegar ljósaseríur Hélene Magnússon hafa vakið athygli en utan um perurnar eru túlípanablóm úr þæfðri ull. </font /></b />

Íslensk/amerískur tryllir í bíó

Íslensk/ameríski tryllirinn One Point O eftir leikstjórann Martein Þórsson verður frumsýndur á föstudaginn eftir viku í Háskólabíói. Marteinn skrifar einnig handritið ásamt félaga sínum Jeff Renfroe. Framleiðandi er Friðrik Þór Friðriksson.

Stormasamt ár fyrir Berry

Leikkonan Halle Berry hefur játað að árið 2004 hafi verið ansi stormasamt og erfitt fyrir hana.

Kelis og Nas í hnapphelduna

Söngkonan Kelis og rapparinn Nas hafa nú gift sig í kyrrþey við látlausa athöfn í kirkju í Atlanta.

Driver og Streisand samdi ekki vel

Minnie Driver hefur játað að samband sitt við fyrrum tilvonandi tengdamóður sína, Barböru Streisand, hafi verið ansi stormasamt.

Búin að gefast upp á ástinni

Teri Hatcher segist vera búin að gefast upp á að finna ástina - vegna þess að mennirnir sem hún vill eru alltaf fráteknir.   

Sarah Jessica í Shrek 3

Sarah Jessica Parker mun leika í Shrek 3. Hún mun lána persónu í myndinni rödd sína og bætist þar með í hóp með Mike Myers, Cameron Diaz, Eddie Murphy og Antonio Banderas.

Sjónvarpstímarit á Internetinu

"Þetta líf. Þetta líf." er heiti á nýjum þætti sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson sér um á Internetinu. Slóðin er www.thorsteinnj.is og síðan opnar í dag.

Í sjónvarpsrekstur á Norðurlöndum

Sigurjón Sighvatsson, Björn Steinbekk Kristjánsson og fleiri íslenskir fjárfestar hefja á næstunni sjónvarpsrekstur á hinum Norðurlöndunum. Stefnt er að því að sjónvarpsstöðin Big TV nái til átta milljón norrænna heimila fyrir lok næsta árs.

Dagsbirtulampar við þunglyndi í FÁ

Fjölbrautaskólinn við Ármúla ræðst gegn skammdegisþunglyndi. Keyptir hafa verið dagsbirtulampar fyrir nemendur og starfslið skólans með það að markmiði að fara úr eymdinni í ljósið. Svo góð hafa viðbrögðin verið að dæmi eru um að fólk hafi grátið ef það kemst ekki að lömpunum.

Harry enn og aftur í vandræðum

Harry Bretaprins situr nú í súpunni, rétt einu sinni. Í þetta skiptið mætti hann með nasistaarmband í partí hjá vinum sínum..

Ný stöð í loftið

Ný útvarpsstöð, X-fm hefur útsendingar á hádegi á dag á tíðninni 91,9. Það er Pýrit fjölmiðlun sem stendur að rekstri hennar, en hún hefur rekið Kiss fm og útvarpsstöðina Mix.

Mannlífið örvað með íslensku móti

Sigrún Sumarliðadóttir, 24 ára nemi í arkitektúr, hannaði samkomumiðstöð í miðborg Rotterdam og sigraði fyrir vikið í hollenskri verðlaunasamkeppni. Hún telur þó ólíklegt að byggingin verði reist í raun og veru. </font /></b />

Jamie Kennedy hló að vondum dómi

Bandaríski leikarinn og uppistandsgrínarinn Jamie Kennedy kemur við sögu í Ópinu í Sjónvarpinu í kvöld en hann heimsótti þáttinn daginn áður en hann flaug heim eftir vel heppnaða Íslandsheimsókn.

Háð karlmönnum

Nicole Kidman hefur viðurkennt að vera háð "líkamsvexti karlmanna," en heldur að henni sé kannski ætlað að eyða ævinni ein.

Samkvæmisdans bætir hjónabandið

"Samkvæmisdansinn snýst ekki bara um hreyfingu heldur bætir hann einnig andleg samskipti milli hjóna," segir Edgar Konráð Gapunay sem kennir samkvæmisdansa hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Tímaritið <strong>Magasín</strong> fylgir DV í dag.

Nýr iPod kynntur til sögunnar

Apple hefur enn á ný kynnt nýjan iPod til sögunnar; iPod Shuffle. Sá er þeim kostum gæddur að geta stokkað upp í lögunum og sífellt komið manni á óvart í lagavali. Nýji iPodinn er gríðarlega lítill og nettur og varla stærri en tyggjópakki. Hann var kynntur á Macworld ráðstefnu í San Francisco á þriðjudaginn. 

Minnistöflurnar björguðu lífi mínu

Mikið hefur borið á umræðu um minnistöflurnar Fosfoser Memory upp á síðkastið en töflurnar voru valdar fæðubótaefni ársins í Finnlandi árið 2002.

Sjá næstu 50 fréttir