Lífið

Sammi er tískudrós

Samuel L. Jackson hefur viðurkennt að hann sé ansi hégómafullur. Stjarnan segist alltaf skipuleggja fötin sín jafnvel þó hann sé einungis að fara að spila golf. "Ég er virkilega hégómafullur. Ég pæli í því hverju ég á að klæðast jafnvel þegar ég er heima hjá mér og er í þægilegum fötum. Þegar ég fer í golftíma klukkan hálfsjö á morgnanna pæli ég mikið í því hvað passi við hvað og hvernig það mun líta út þegar ég kem í sólina." Hann efast þó um að hégómagirndin nái svo langt að hann fari í lýtaaðgerðir. "Ég vil eldast með sæmd," bætti hann við.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.