Lífið

Búin að gefast upp á ástinni

Teri Hatcher segist vera búin að gefast upp á að finna ástina - vegna þess að mennirnir sem hún vill eru alltaf fráteknir. Teri hefur nýlega verið orðuð við fyrrverandi mann sinn, Jon Tenney, og Jay Leno reyndi meira að segja að kynna hana fyrir tannlækni. En Teri bíður enn eftir stóru ástinni: "Ég er mjög feimin og líka mjög upptekin. Ég hitti eiginlega aldrei neinn. En þegar ég hitti einhvern á hann alltaf kærustu sem er rosa flott súpermódel. Það er eiginlega ekki á stefnuskránni hjá mér núna að verða ástfangin og giftast," sagði Hatcher.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.