Lífið

Nýr iPod kynntur til sögunnar

Apple hefur enn á ný kynnt nýjan iPod til sögunnar; iPod Shuffle. Sá er þeim kostum gæddur að geta stokkað upp í lögunum og sífellt komið manni á óvart í lagavali. Nýji iPodinn er gríðarlega lítill og nettur og varla stærri en tyggjópakki. Hann var kynntur á Macworld ráðstefnu í San Francisco á þriðjudaginn. Á nýja iPodinum er að sjálfsögðu hinn þekkti kringlótti stýritakki og með honum fylgir hleðslubatterí sem endist í tólf tíma, USB tengi og hann virkar bæði fyrir PC tölvur sem og Macintosh. Hægt er að hafa nýja iPodinn í bandi um hálsinn eða á armbandi um úlnliðinn. Það besta við þennan litla gaur er verðið. iPod Shuffle sem rúmar 512 MB eða 120 lög kostar einungis 99 dollara og einnig er hægt að fá dýrari gerð sem rúmar 1GB eða 240 lög og kostar 149 dollara. Apple fyrirtækið hefur selt rúmlega 10 milljón iPod tæki síðan sala á þeim hófst. Einnig mun fyrsta kynslóð af iTunes farsímum, framleiddum af Motorola, koma á markað á næstu sex mánuðum. Bílaframleiðendur hafa einnig ráðist á iPod heiminn þar sem Mercedes, Nissan, Volvo, Sion og Ferrari munu bætast í hóp þeirra bílaframleiðenda sem framleiða bíla með iPod innstungur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.