Mannlífið örvað með íslensku móti 12. janúar 2005 00:01 "Byggingin er mjög fjölbreytileg. Þar er bæði kaffihús og bar og á efri hæðinni er veitingahús. Hægt yrði að ganga í gegnum þetta á daginn og þetta er mjög opið fyrir alla," segir Sigrún Sumarliðadóttir, 24 ára gamall arktitektúrnemi við Technische Universiteit í Delft í Hollandi. Hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og sigraði í þarlendri verðlaunasamkeppni, Café Cultur Prijs 2004. Þetta er í þriðja sinn sem menningarsamtökin Felix Meritis halda keppnina og tóku um 200 arkitektúrnemar og nýútskrifaðir arkitektar þátt. Markmið keppendanna var að hanna samkomumiðstöð sem örvað gæti mannlíf í miðborg Rotterdam. "Það er svolítil óreiða þarna í miðbænum og ekkert vel skipulagt. Ég notaði því umhverfið, þessi neðanjarðargöng, lestarkerfið og alla þessa óreiðu sem þar er í kring og leysti hana með þessari miðstöð" segir Sigrún. Dómnefndin komst svo að orði í umsögn sinni að hönnun Sigrúnar væri raunhæf en frumleg og byði upp á raunverulega útfærslu. Sjálf býst Sigrún síður við að hugmyndin komist nokkurn tímann af teikniborðinu. "Maður veit samt aldrei," segir hún. Sigrún býr í Rotterdam og þekkir því svæðið vel . "Þetta þróaðist smám saman, ég leit á umhverfið og reyndi að meta hvað mig langar sjálfri að hafa þarna þegar ég fer út að skemmta mér og svoleiðis." Síðan hugmyndin kviknaði tók um sex vikur að koma henni fullunninni á blað. Í verðlaun fékk Sigrún tvö þúsund evrur, um 160.000 krónur. Vægi þess að geta sett slíka vegsemd í ferilskrána verður hins vegar ekki metið til fjár. "Ég held að þegar maður fer að sækja um vinnu eða skóla þá er þetta náttúrlega mjög gott," segir Sigrún sem hyggur á framhaldsnám í arkitektúr næsta vetur, þá helst í Lundúnum. Ekki er svo loku fyrir það skotið að hún muni starfa hérlendis í framtíðinni. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
"Byggingin er mjög fjölbreytileg. Þar er bæði kaffihús og bar og á efri hæðinni er veitingahús. Hægt yrði að ganga í gegnum þetta á daginn og þetta er mjög opið fyrir alla," segir Sigrún Sumarliðadóttir, 24 ára gamall arktitektúrnemi við Technische Universiteit í Delft í Hollandi. Hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og sigraði í þarlendri verðlaunasamkeppni, Café Cultur Prijs 2004. Þetta er í þriðja sinn sem menningarsamtökin Felix Meritis halda keppnina og tóku um 200 arkitektúrnemar og nýútskrifaðir arkitektar þátt. Markmið keppendanna var að hanna samkomumiðstöð sem örvað gæti mannlíf í miðborg Rotterdam. "Það er svolítil óreiða þarna í miðbænum og ekkert vel skipulagt. Ég notaði því umhverfið, þessi neðanjarðargöng, lestarkerfið og alla þessa óreiðu sem þar er í kring og leysti hana með þessari miðstöð" segir Sigrún. Dómnefndin komst svo að orði í umsögn sinni að hönnun Sigrúnar væri raunhæf en frumleg og byði upp á raunverulega útfærslu. Sjálf býst Sigrún síður við að hugmyndin komist nokkurn tímann af teikniborðinu. "Maður veit samt aldrei," segir hún. Sigrún býr í Rotterdam og þekkir því svæðið vel . "Þetta þróaðist smám saman, ég leit á umhverfið og reyndi að meta hvað mig langar sjálfri að hafa þarna þegar ég fer út að skemmta mér og svoleiðis." Síðan hugmyndin kviknaði tók um sex vikur að koma henni fullunninni á blað. Í verðlaun fékk Sigrún tvö þúsund evrur, um 160.000 krónur. Vægi þess að geta sett slíka vegsemd í ferilskrána verður hins vegar ekki metið til fjár. "Ég held að þegar maður fer að sækja um vinnu eða skóla þá er þetta náttúrlega mjög gott," segir Sigrún sem hyggur á framhaldsnám í arkitektúr næsta vetur, þá helst í Lundúnum. Ekki er svo loku fyrir það skotið að hún muni starfa hérlendis í framtíðinni.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira