Mannlífið örvað með íslensku móti 12. janúar 2005 00:01 "Byggingin er mjög fjölbreytileg. Þar er bæði kaffihús og bar og á efri hæðinni er veitingahús. Hægt yrði að ganga í gegnum þetta á daginn og þetta er mjög opið fyrir alla," segir Sigrún Sumarliðadóttir, 24 ára gamall arktitektúrnemi við Technische Universiteit í Delft í Hollandi. Hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og sigraði í þarlendri verðlaunasamkeppni, Café Cultur Prijs 2004. Þetta er í þriðja sinn sem menningarsamtökin Felix Meritis halda keppnina og tóku um 200 arkitektúrnemar og nýútskrifaðir arkitektar þátt. Markmið keppendanna var að hanna samkomumiðstöð sem örvað gæti mannlíf í miðborg Rotterdam. "Það er svolítil óreiða þarna í miðbænum og ekkert vel skipulagt. Ég notaði því umhverfið, þessi neðanjarðargöng, lestarkerfið og alla þessa óreiðu sem þar er í kring og leysti hana með þessari miðstöð" segir Sigrún. Dómnefndin komst svo að orði í umsögn sinni að hönnun Sigrúnar væri raunhæf en frumleg og byði upp á raunverulega útfærslu. Sjálf býst Sigrún síður við að hugmyndin komist nokkurn tímann af teikniborðinu. "Maður veit samt aldrei," segir hún. Sigrún býr í Rotterdam og þekkir því svæðið vel . "Þetta þróaðist smám saman, ég leit á umhverfið og reyndi að meta hvað mig langar sjálfri að hafa þarna þegar ég fer út að skemmta mér og svoleiðis." Síðan hugmyndin kviknaði tók um sex vikur að koma henni fullunninni á blað. Í verðlaun fékk Sigrún tvö þúsund evrur, um 160.000 krónur. Vægi þess að geta sett slíka vegsemd í ferilskrána verður hins vegar ekki metið til fjár. "Ég held að þegar maður fer að sækja um vinnu eða skóla þá er þetta náttúrlega mjög gott," segir Sigrún sem hyggur á framhaldsnám í arkitektúr næsta vetur, þá helst í Lundúnum. Ekki er svo loku fyrir það skotið að hún muni starfa hérlendis í framtíðinni. Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
"Byggingin er mjög fjölbreytileg. Þar er bæði kaffihús og bar og á efri hæðinni er veitingahús. Hægt yrði að ganga í gegnum þetta á daginn og þetta er mjög opið fyrir alla," segir Sigrún Sumarliðadóttir, 24 ára gamall arktitektúrnemi við Technische Universiteit í Delft í Hollandi. Hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og sigraði í þarlendri verðlaunasamkeppni, Café Cultur Prijs 2004. Þetta er í þriðja sinn sem menningarsamtökin Felix Meritis halda keppnina og tóku um 200 arkitektúrnemar og nýútskrifaðir arkitektar þátt. Markmið keppendanna var að hanna samkomumiðstöð sem örvað gæti mannlíf í miðborg Rotterdam. "Það er svolítil óreiða þarna í miðbænum og ekkert vel skipulagt. Ég notaði því umhverfið, þessi neðanjarðargöng, lestarkerfið og alla þessa óreiðu sem þar er í kring og leysti hana með þessari miðstöð" segir Sigrún. Dómnefndin komst svo að orði í umsögn sinni að hönnun Sigrúnar væri raunhæf en frumleg og byði upp á raunverulega útfærslu. Sjálf býst Sigrún síður við að hugmyndin komist nokkurn tímann af teikniborðinu. "Maður veit samt aldrei," segir hún. Sigrún býr í Rotterdam og þekkir því svæðið vel . "Þetta þróaðist smám saman, ég leit á umhverfið og reyndi að meta hvað mig langar sjálfri að hafa þarna þegar ég fer út að skemmta mér og svoleiðis." Síðan hugmyndin kviknaði tók um sex vikur að koma henni fullunninni á blað. Í verðlaun fékk Sigrún tvö þúsund evrur, um 160.000 krónur. Vægi þess að geta sett slíka vegsemd í ferilskrána verður hins vegar ekki metið til fjár. "Ég held að þegar maður fer að sækja um vinnu eða skóla þá er þetta náttúrlega mjög gott," segir Sigrún sem hyggur á framhaldsnám í arkitektúr næsta vetur, þá helst í Lundúnum. Ekki er svo loku fyrir það skotið að hún muni starfa hérlendis í framtíðinni.
Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira