Lífið

Samkvæmisdans bætir hjónabandið

"Samkvæmisdansinn snýst ekki bara um hreyfingu heldur bætir hann einnig andleg samskipti milli hjóna," segir Edgar Konráð Gapunay sem kennir samkvæmisdansa hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. "Í dag er fólk að vinna svo mikið og hittist kannski ekki nema yfir sjónvarpinu og því er tilvalið að nota dansinn til að efla sambandið." Edgar hefur sjálfur dansað síðustu 25 árin og segir samkvæmisdansinn alltaf jafn skemmtilegan. Samkvæmt honum geta allir lært að dansa og á byrjendanámskeiðum sé gengið út frá engri kunnáttu. "Jafnvel þótt fólk hafi lært að dansa í barnaskóla er það venjulega allt gleymt og grafið þó það fólk sé kannski aðeins fljótara að ná þessu," segir Edgar. "Þeir sem hafa áhugann hætta aldrei enda er þetta eilífur skóli og það er alltaf hægt að bæta við. Ef fólk vill líka dansa er best að gera það í dansskóla því þar færðu réttu tónlistina og rétta umhverfið." Lestu ítarlegra viðtal við Edgar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.