Lífið

Eastwood hótar Moore

Clint Eastwood lýsti því yfir á verðlaunahátíð í New York á dögunum að hann myndi "drepa" kvikmyndagerðarmanninn Michael Moore ef hann birtist einhvern tíma í dyragættinni hans með myndavél. Moore sat í áhorfendasal þegar Eastwood lét þetta út úr sér: "Við Michael Moore eigum fullt sameiginlegt, -okkur finnst báðum gott að búa í landi þar sem ríkir tjáningafrelsi. En Michael, ef þú birtist einhvern tíma í dyragættinni minni með myndavél, þá drep ég þig. Ég meina það." Eastwood, sem er annálaður Repúblikani, sagði þessi andstyggilegu orð á verðlaunahátíðinni National Board of Review í New York. Þar hlaut hann sérstök verðlaun fyrir framlag sitt til kvikmynda. Moore, sem hins vegar fékk sérstök "tjáningarfrelsis-verðlaun" fyrir heimildarmynd sína sem gagnrýndi hegðun Bush bandaríkjaforseta, var ekki meira brugðið við orð Eastwoods en svo að hann hló að stælunum í honum. Aðrir sem hlutu verðlaun á hátíðinni voru Annette Bening fyrir bestu leikkonu í Being Julia, Jamie Foxx fyrir besta leikara í Ray, Michael Mann fyrir bestu leikstjórn og Finding Neverland fyrir bestu kvikmynd. Einnig var Jeff Bridges verðlaunaður fyrir frammistöðu sína sem leikari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.