Lífið

Segir Jackson hafa fróað honum

Drengurinn sem hefur sakað popparann Michael Jackson um að hafa misnotað sig kynferðislega, sagði fyrir rétti í Kaliforniu í fyrra að Jackson hefði fróað honum er hann var 13 ára á heimili Jacksons, Neverland. Þetta kemur fram í leynilegum skjölum kviðdómsins í málinu sem ABC-fréttastofan hefur birt. Þar segir drengurinn, sem verður 15 ára á þessu ári, að hann hefði legið í rúmi ásamt Jackson sem hafi sagt honum að allir karlmenn þyrftu að stunda sjálfsfróun. Því næst fór hann að nudda kynfæri drengsins. Michael Jackson, sem er 46 ára, hefur vísað ásökunum drengsins á bug og segir hann og fjölskyldu hans einungis ásælast peningana sína.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.