Lífið

Sjónvarpstímarit á Internetinu

"Þetta líf. Þetta líf." er heiti á nýjum þætti sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson sér um á Internetinu. Slóðin er www.thorsteinnj.is og síðan opnar í dag. Á forsíðunni hefur Þorsteinn sett inn yfirlýsingu: "Dauði sjónvarpsstjórans! Það er ekki lengur hægt að segja: Þetta er ekki hægt. Það er ekki lengur hægt að segja: Þetta má ekki. Það er ekki lengur hægt að segja: Það hefur áreiðanlega enginn áhuga á þessu ... " Það er allt hægt á Internetinu og þetta er í fyrsta sinn sem Þorsteinn nýtir sér þann miðil á þennan hátt. "Í hverjum mánuði set ég inn nýtt efni. Ég kalla þetta sjónvarpstímarit vegna þess að þetta er í rauninni hvorki sjónvarp né tímarit. Það sem ég er að gera er að ég er að nýta þessa nýju leið sem netið er. Loksins er netið orðið það hraðvirkt að hægt er að nota það sem gátt fyrir sjónvarpsefni." Þorsteinn fékk veffyrirtækið Caoz í lið með sér og var það Samúel Jónasson sem hannaði kerfið sem hann notar. Pétur Grétarsson sér um tónlistina í þáttunum. Þorsteinn sér þó sjálfur um aðrar hliðar þáttargerðarinnar og er þá átt við kvikmyndatöku, klippingu, viðtöl við fólk og fleira. "Það hefur sjaldan verið jafn auðvelt að búa til efni en einnig sjaldan eins erfitt að koma því frá sér. Netið hefur verið mjög vannýtt því aðallega hefur það verið notað undir myndir og texta hingað til. Þetta er auðvitað ekkert nýtt undir sólinni en það er nýtt fyrir mig að geta gert allt sem ég vil."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.