Fleiri fréttir

Hátíð með rómantískum blæ

Það eru annasamir dagar hjá Steinunni Jónsdóttur, söngkonu Reyjavíkurdætra og Amabadama. Hún þeytist á milli landa og þenur röddina. Nýlega var það Hróarskelda, á morgun er það Spánn og síðan Bræðslan á Borgarfirði eystri.

Vettvangur fyrir ungt tónlistarfólk á Húsavík

Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari heldur tónleikaröð á Húsavík í júlí og ágúst. Þar koma að mestu fram húsvískir tónlistarmenn. Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld og eru það Lára og breskur píanisti sem ríða á vaðið með íslenska og breska tónlist í bland.

Segir ekki nei við Jón

Lögfræðingurinn Helga Vala Helgadóttir er einnig menntuð leikkona. Hún hefur ekki mikið leikið á síðustu árum en fer með hlutverk í grínþáttaröðinni Borgarstjóranum. Tökum lýkur í dag.

Stóri skjálfti verður að kvikmynd

„Þetta er gríðarlega sterk og áhrifamikil saga og margt við efnistök höfundar sem er mjög spennandi fyrir kvikmyndamiðilinn.“

Hefur talsett teiknimyndir frá unga aldri

Sturla Atlas er þekktur sem ein vinsælasta poppstjarna landsins en er einnig nýútskrifaður leikari frá Listaháskóla Íslands og hefur starfað við talsetningar síðan hann var 6 ára svo að hann er enginn byrjandi. Rödd hans er í stóru hlutverki í nýjustu Ice age myndinni.

Á Pokémon-­veiðar með snjallsímanum

Ef þú sérð manneskju með andlitið grafið ofan í snjallsímann á þeysingi út um allt eru ágætis líkur á því að viðkomandi sé í þann mund að næla sér í sjaldgæfan Pokémon.

Milljónir horfa á fellingar barnsins hristast

Myndbönd eiga oft til að verða gríðarlega vinsæl á veraldarvefnum og gerist það nánast daglega að myndbönd verða „viral“ og ganga þá eins og eldur í sinu út um allt.

Hefur ekki hlustað á þættina árum saman

Í dag eru 45 ár síðan skemmtiþættirnir Útvarp Matthildur fóru fyrst í loftið. Í þáttunum gerðu Hrafn Gunnlaugsson, Davíð Oddsson og Þórarinn Eldjárn grín að stjórnmálamönnum. Hrafn segir þessa tíma með þeim skemmtilegri.

Tengsl Beckham hjónanna við Björgólf og Kristínu

Svona tengjast Björgólfur og Kristín þeim Davið og Victoria. Börnin þeirra eru saman í skóla og eru mjög góðir vinir. Þau hafa áður farið saman í frí til Los Angeles en þar náðist mynd af David og Björgólfi í stúku á íþróttaleik. David elskar búlluna og því er líklegast að hann hafi kunnað vel við sig á Íslandi yfir helgina.

Dagbókarskrifin urðu að handriti

Stuttmyndin Islandia byggir á reynslu leikstjórans, Eydísar Eir Björnsdóttur. Ágústa Eva fer með aðalhlutverkið. Myndin hlaut á dögunum styrk úr Jafnréttissjóði og einnig frá Evrópu unga fólksins.

Hvað í ósköpunum er þessi aukaleikari að tyggja?

Það hefur löngum sýnt sig að það er ekkert grín að vera aukaleikari. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hafa þeir gerst sekir um klaufaskap sem síðan lifir með myndinni eða þættinum.

Erum fyrst og fremst að gleðjast saman

Skákfélagið Hrókurinn heldur uppskeruhátíð í dag þar sem verður nóg um að vera. Skákmeistarar tefla við gesti, boðið verður upp á vöfflur, bókamarkað og harmóníkuleik svo eitthvað sé nefnt. Hróksliðar hafa farið í yfir 50 fer

Eina konan í karlaheimi

Klara Bjartmarz hefur starfað hjá KSÍ í 22 ár, þar af eitt ár sem framkvæmdastjóri. Það voru annasamir dagar hjá henni með landsliðinu í Frakklandi en nú taka við ný ævintýri. Kajakróður er áhugamál Klöru auk fótboltans og útiveru.

Sjá næstu 50 fréttir