Heimildamyndin Innsæi vinsæl í Þýskalandi Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. júlí 2016 18:49 Boðskapur myndarinnar er að mannkynið þarf að komast aftur í samband við innsæi sitt. Vísir Íslenska heimildamyndin Innsæi sem var heimsfrumsýnd í Berlín í þarsíðustu viku rauk beint í sjötta sæti aðsóknarlista yfir listrænar myndir í landinu. Myndin, sem leikstýrt er af Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur, er nú sýnd í 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland sem skilaði sér í sjötta sætinu á svokölluðum Arthouse Cinema lista og 28. sæti á lista yfir aðsóknamestu kvikmyndir landsins í síðustu viku. Dreifingarfyrirtæki um allan heim hafa tekið myndinni vel og hafa náðst samningar við Java Films og Zeitgeist um að dreifa myndinni á heimsvísu. Á sunnudag var myndin sýnd á írsku kvikmyndahátíðinni Galway Film Fleadh við góðar undirtektir.Nýr þankagangur fyrir nýja öldMyndin sem fjallar um hina óskilgreindu tilfinningu innra með okkur sem mannkynið virðist vera treysta minna og minna á í heimi stöðugra tækninýjunga. Því er spáð að heimurinn muni fara í gegnum miklar breytingar á komandi árum og því sé nauðsynlegt fyrir afkomu mannkynsins að tileinka sér nýjar aðferðir í þankagang. Málið er skoðað út frá sálfræðilegum, taugavísindalegum og listrænum sjónarhornum og áhrif aðferða á borð við árverkni (e. Mindfulness) og hugleiðslu eru skoðaðar. Búist er við því að Insæi verði frumsýnd hér á landi í haust.Sjá má stiklu úr myndinni hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nýir tímar kalla á breytt hugarfar InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður heimsfrumsýnd í Berlín þann 29. júní næstkomandi. Efni myndarinnar heillar erlenda dreifingaraðila þótt nafnið sé þeim framandi. 25. júní 2016 13:45 Innsæi frumsýnd í Berlín: Högni söng þjóðsönginn Það var mikið um dýrðir þegar heimildarmyndin Innsæi var frumsýnd í Berlín í gær. 30. júní 2016 17:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslenska heimildamyndin Innsæi sem var heimsfrumsýnd í Berlín í þarsíðustu viku rauk beint í sjötta sæti aðsóknarlista yfir listrænar myndir í landinu. Myndin, sem leikstýrt er af Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur, er nú sýnd í 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland sem skilaði sér í sjötta sætinu á svokölluðum Arthouse Cinema lista og 28. sæti á lista yfir aðsóknamestu kvikmyndir landsins í síðustu viku. Dreifingarfyrirtæki um allan heim hafa tekið myndinni vel og hafa náðst samningar við Java Films og Zeitgeist um að dreifa myndinni á heimsvísu. Á sunnudag var myndin sýnd á írsku kvikmyndahátíðinni Galway Film Fleadh við góðar undirtektir.Nýr þankagangur fyrir nýja öldMyndin sem fjallar um hina óskilgreindu tilfinningu innra með okkur sem mannkynið virðist vera treysta minna og minna á í heimi stöðugra tækninýjunga. Því er spáð að heimurinn muni fara í gegnum miklar breytingar á komandi árum og því sé nauðsynlegt fyrir afkomu mannkynsins að tileinka sér nýjar aðferðir í þankagang. Málið er skoðað út frá sálfræðilegum, taugavísindalegum og listrænum sjónarhornum og áhrif aðferða á borð við árverkni (e. Mindfulness) og hugleiðslu eru skoðaðar. Búist er við því að Insæi verði frumsýnd hér á landi í haust.Sjá má stiklu úr myndinni hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nýir tímar kalla á breytt hugarfar InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður heimsfrumsýnd í Berlín þann 29. júní næstkomandi. Efni myndarinnar heillar erlenda dreifingaraðila þótt nafnið sé þeim framandi. 25. júní 2016 13:45 Innsæi frumsýnd í Berlín: Högni söng þjóðsönginn Það var mikið um dýrðir þegar heimildarmyndin Innsæi var frumsýnd í Berlín í gær. 30. júní 2016 17:00 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Nýir tímar kalla á breytt hugarfar InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður heimsfrumsýnd í Berlín þann 29. júní næstkomandi. Efni myndarinnar heillar erlenda dreifingaraðila þótt nafnið sé þeim framandi. 25. júní 2016 13:45
Innsæi frumsýnd í Berlín: Högni söng þjóðsönginn Það var mikið um dýrðir þegar heimildarmyndin Innsæi var frumsýnd í Berlín í gær. 30. júní 2016 17:00