15 í listrænu samstarfi í Lettlandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. júlí 2016 10:00 Ása Hauksdóttir og hluti hópsins, sem ferðast út, á góðri stundu rétt fyrir brottförina. Mynd/Hitt húsið 15 manna hópur skipaður meðlimum hljómsveitanna Milkhouse og Muscycle ásamt Götuleikhúsi Hins hússins ferðaðist í gær til Kuldiga í Lettlandi til að taka þátt í samvinnuverkefni styrktu af Nordbuk, samnorrænum sjóði sem veitir ungu og efnilegu listafólki tækifæri og Latvia Cultural Capital Fund. „Þetta er alveg heljarinnar verkefni. Það verða 40 manns þarna, ungt listafólk frá Lettlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi. Hugmyndin kemur eiginlega upp vegna þess að í fyrra var þarna úti hópur sem kallast Muscycle – ungt tónlistarfólk sem bjó öll hljóðfærin til úr því sem til féll; flöskum, töppum, steinum og hinu og þessu. Þau voru líka að spila mikið hérna á götum borgarinnar og eru færir tónlistarmenn í FÍH og klassísku námi. Þeirra starf varð til þess að þetta verkefni varð að veruleika,“ segir Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menningarmála hjá Hinu húsinu sem ferðaðist út með hópnum. Markmið verkefnisins er að í Kuldiga komi saman hópar af ungum listamönnum frá öllum löndunum og vinni saman að list tengdri umhverfismálum og endurvinnslu. Þessir hópar munu vinna í tveimur listasmiðjum – önnur mun sjá um list og hönnun og hin um tónlist og hreyfingu. Starf þessara smiðja verður svo kynnt áhorfendum á menningarhátíð í Kuldiga þann 16. júlí. „Milkhouse og Muscycle munu spila þarna á listahátíðinni og fjórir aðilar úr Götuleikhúsi Hins hússins verða með sýningu. Í listsmiðjunum verða meðal annars útsett íslensk lög og þau kynnt fyrir hinum og þau látin taka lagið með okkur. Svona verkefni eru yfirleitt ofboðslega lærdómsrík fyrir alla aðila því að þarna er verið að vinna þvert á menningarheima – bæði baltneska og norræna þar sem nálgun er mismunandi í listrænu starfi.“ Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
15 manna hópur skipaður meðlimum hljómsveitanna Milkhouse og Muscycle ásamt Götuleikhúsi Hins hússins ferðaðist í gær til Kuldiga í Lettlandi til að taka þátt í samvinnuverkefni styrktu af Nordbuk, samnorrænum sjóði sem veitir ungu og efnilegu listafólki tækifæri og Latvia Cultural Capital Fund. „Þetta er alveg heljarinnar verkefni. Það verða 40 manns þarna, ungt listafólk frá Lettlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi. Hugmyndin kemur eiginlega upp vegna þess að í fyrra var þarna úti hópur sem kallast Muscycle – ungt tónlistarfólk sem bjó öll hljóðfærin til úr því sem til féll; flöskum, töppum, steinum og hinu og þessu. Þau voru líka að spila mikið hérna á götum borgarinnar og eru færir tónlistarmenn í FÍH og klassísku námi. Þeirra starf varð til þess að þetta verkefni varð að veruleika,“ segir Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menningarmála hjá Hinu húsinu sem ferðaðist út með hópnum. Markmið verkefnisins er að í Kuldiga komi saman hópar af ungum listamönnum frá öllum löndunum og vinni saman að list tengdri umhverfismálum og endurvinnslu. Þessir hópar munu vinna í tveimur listasmiðjum – önnur mun sjá um list og hönnun og hin um tónlist og hreyfingu. Starf þessara smiðja verður svo kynnt áhorfendum á menningarhátíð í Kuldiga þann 16. júlí. „Milkhouse og Muscycle munu spila þarna á listahátíðinni og fjórir aðilar úr Götuleikhúsi Hins hússins verða með sýningu. Í listsmiðjunum verða meðal annars útsett íslensk lög og þau kynnt fyrir hinum og þau látin taka lagið með okkur. Svona verkefni eru yfirleitt ofboðslega lærdómsrík fyrir alla aðila því að þarna er verið að vinna þvert á menningarheima – bæði baltneska og norræna þar sem nálgun er mismunandi í listrænu starfi.“
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira