Eina konan í karlaheimi Elín Albertsdóttir skrifar 9. júlí 2016 10:00 Það er ekki bara fótbolti í lífi Klöru. Eitt af áhugamálum hennar er kajakróður. Hér er hún á siglingu við Grundartanga. Fréttablaðið/HANNA Klara Bjartmarz hefur starfað hjá KSÍ í 22 ár, þar af eitt ár sem framkvæmdastjóri. Það voru annasamir dagar hjá henni með landsliðinu í Frakklandi en nú taka við ný ævintýri. Kajakróður er áhugamál Klöru auk fótboltans og útiveru. Klara tók sér frí þessa viku eftir törnina í Frakklandi. Hún ætlar að mæta til vinnu aftur á mánudag. Lengra verður fríið ekki að sinni enda nóg að gera við undirbúning leikja á næstunni. „Það var frábært að vera í Frakklandi en alltaf gott að koma heim,“ segir Klara og bætir við að auðvitað hefðu samt allir viljað klára mótið og vera áfram í Frakklandi. Klara hafði yfirumsjón með öllu starfinu í kringum Evrópumótið. „Maður þurfti að fylgjast með að allt virkaði eins og það átti að gera auk þess að styðja starfsmenn svo þeir gætu sinnt sínu starfi sem best. Þetta var yfirgripsmikið starf og fjölbreytt. Dagarnir voru teknir snemma. Við enduðum hvern dag með fundi kl. 21.45 til að skipuleggja næsta dag. Hvert tækifæri var notað til að spyrja hvað við gætum gert betur og þá sérstaklega hvað við gætum gert betur fyrir næsta leik. Þá þurfti að skipuleggja ferðalög á milli staða og þess háttar. Starfsmenn gáfu daglega skýrslu um hvað væri fram undan, til dæmis öryggisstjóri og fjölmiðlafulltrúi svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Klara. „Það var að mörgu að hyggja í þessu ferli.“Það var mikil vinna á bak við þátttöku landsliðsins á EM. Tæplega 50 manns unnu mikið og gott starf með Klöru Bjartmarz í fararbroddi.MYND/VILHELMGott að vera í Annecy Klara segir að þrátt fyrir að hópurinn hefði viljað halda áfram í keppninni þá tók líka á að vera saman á hótelinu í svona langan tíma. „Við unnum náið saman og reyndum að passa upp á að starfsmenn fengju einhverja hvíld á milli, þótt ekki væri nema að labba í bæinn til að kaupa ís, slaka á og skipta um umhverfi. Okkur fannst þó alltaf þegar við komum á hótelið í Annecy að við værum komin heim. Þetta var frábært hótel þar sem ávallt var tekið vel á móti okkur. Við leigðum allt hótelið og það passaði einstaklega vel fyrir þennan hóp. Á hótelinu var allt sem við þurftum á að halda. Hótelstarfsmenn reyndust okkur vel og við sjáum ekki eftir því að hafa valið þennan stað.“ Þegar Klara er spurð hvort þetta hafi ekki verið mikill karlaheimur, svarar hún. „Í mínum huga er þetta fyrst og fremst íþróttafólk. Ég er búin að ferðast með ýmsum landsliðum í tuttugu ár og hef aldrei upplifað mig í einhverjum karlaheimi. Fótbolti er vissulega karlaheimur en í Annecy voru allir með áhersluna á sitt starf án þess að það væri kyngreint, hvort sem það voru leikmenn, sjúkraþjálfarar, nuddarar eða aðrir,“ segir Klara sem var eina konan í tæplega 50 manna hópi.Góður lærdómur Klara segir að hópurinn ætli að hittast fljótlega og fara yfir alla framkvæmdina við Evrópukeppnina. „Hvað gerðum við vel og hvað getum við gert betur? Öll þessi reynsla mun nýtast okkur vel hér heima. Þetta var góður lærdómur,“ segir hún. Mikill áhugi hefur verið hjá erlendum fjölmiðlum á Íslandi, allt frá því að vitað var að landsliðið myndi keppa á Evrópumótinu. „Fjölmiðlamenn frá Rússlandi, Bandaríkjunum og allt þar á milli hafa komið hingað til lands. Þeir hafa heimsótt íslensku félögin um landið. Þessi athygli er mjög mikil og miklu meiri en við áttum von á. Umræða um okkur hefur verið ákaflega jákvæð og skemmtileg,“ segir Klara. Þótt Ísland hafi fallið úr keppninni er EM ekki lokið fyrr en á morgun. Klara sem er mikill aðdáandi fótbolta ætlar að fylgjast með þótt hún verði ekki límd við sjónvarpið. Hún vonast til að Frakkland verði Evrópumeistari. „Þeir spila frábæran fótbolta,“ segir hún. „En nú er kominn tími til að njóta íslenska sumarsins. Ég ætla að fara í kajakróður á Arnarstapa á Snæfellsnesi um helgina. Á mánudag verður síðan spýtt í lófana varðandi íslenskt mótahald og koma krafti í það aftur. Framundan er Íslands- og bikarmót í öllum aldursflokkum,“ segir Klara sem spilaði með Víkingi á yngri árum. „Það var reyndar ekki boðið upp á kvennabolta þá fyrir ungar stelpur en ég byrjaði um leið og færi gafst.“Klara er flott á kajak-siglingu.Kajak og útilega Eitt af aðaláhugamálum Klöru er kajakróður. Hún reynir að komast í róður sem oftast. Mér finnst líka ótrúlega skemmtilegt að fara í útilegu með tjald. Flest mín sumarfrí fara í róður,“ segir Klara en hún og kona hennar, Þóra Atladóttir, eiga tvo hunda sem eru Golden Retriever og Spaniel. „Útivist og íþróttir eiga hug minn. Ég ferðast mikið til útlanda í sambandi við starfið og finnst gott að njóta Íslands í fríum.“ Klara segir að margt sé að gerast hjá knattspyrnumönnum á næstunni. „Við stefnum á að minnsta kosti eina úrslitakeppni næsta sumar, vonandi verða þær tvær. Ég er mjög stolt af árangri íslenskra knattspyrnumanna og –kvenna í heild. Við erum að gera frábæra hluti í boltanum. Þetta hefur áhrif á yngri leikmenn og þar hefur orðið mikil fjölgun hjá félögunum. Framtíðin er því björt,“ segir Klara sem var gríðarlega ánægð með heimkomu landsliðsins og móttökur landsmanna. „Það var ótrúlegt að finna þennan hlýhug. Stuðningurinn við liðið hér heima var stórkostlegur.“ Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Klara Bjartmarz hefur starfað hjá KSÍ í 22 ár, þar af eitt ár sem framkvæmdastjóri. Það voru annasamir dagar hjá henni með landsliðinu í Frakklandi en nú taka við ný ævintýri. Kajakróður er áhugamál Klöru auk fótboltans og útiveru. Klara tók sér frí þessa viku eftir törnina í Frakklandi. Hún ætlar að mæta til vinnu aftur á mánudag. Lengra verður fríið ekki að sinni enda nóg að gera við undirbúning leikja á næstunni. „Það var frábært að vera í Frakklandi en alltaf gott að koma heim,“ segir Klara og bætir við að auðvitað hefðu samt allir viljað klára mótið og vera áfram í Frakklandi. Klara hafði yfirumsjón með öllu starfinu í kringum Evrópumótið. „Maður þurfti að fylgjast með að allt virkaði eins og það átti að gera auk þess að styðja starfsmenn svo þeir gætu sinnt sínu starfi sem best. Þetta var yfirgripsmikið starf og fjölbreytt. Dagarnir voru teknir snemma. Við enduðum hvern dag með fundi kl. 21.45 til að skipuleggja næsta dag. Hvert tækifæri var notað til að spyrja hvað við gætum gert betur og þá sérstaklega hvað við gætum gert betur fyrir næsta leik. Þá þurfti að skipuleggja ferðalög á milli staða og þess háttar. Starfsmenn gáfu daglega skýrslu um hvað væri fram undan, til dæmis öryggisstjóri og fjölmiðlafulltrúi svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Klara. „Það var að mörgu að hyggja í þessu ferli.“Það var mikil vinna á bak við þátttöku landsliðsins á EM. Tæplega 50 manns unnu mikið og gott starf með Klöru Bjartmarz í fararbroddi.MYND/VILHELMGott að vera í Annecy Klara segir að þrátt fyrir að hópurinn hefði viljað halda áfram í keppninni þá tók líka á að vera saman á hótelinu í svona langan tíma. „Við unnum náið saman og reyndum að passa upp á að starfsmenn fengju einhverja hvíld á milli, þótt ekki væri nema að labba í bæinn til að kaupa ís, slaka á og skipta um umhverfi. Okkur fannst þó alltaf þegar við komum á hótelið í Annecy að við værum komin heim. Þetta var frábært hótel þar sem ávallt var tekið vel á móti okkur. Við leigðum allt hótelið og það passaði einstaklega vel fyrir þennan hóp. Á hótelinu var allt sem við þurftum á að halda. Hótelstarfsmenn reyndust okkur vel og við sjáum ekki eftir því að hafa valið þennan stað.“ Þegar Klara er spurð hvort þetta hafi ekki verið mikill karlaheimur, svarar hún. „Í mínum huga er þetta fyrst og fremst íþróttafólk. Ég er búin að ferðast með ýmsum landsliðum í tuttugu ár og hef aldrei upplifað mig í einhverjum karlaheimi. Fótbolti er vissulega karlaheimur en í Annecy voru allir með áhersluna á sitt starf án þess að það væri kyngreint, hvort sem það voru leikmenn, sjúkraþjálfarar, nuddarar eða aðrir,“ segir Klara sem var eina konan í tæplega 50 manna hópi.Góður lærdómur Klara segir að hópurinn ætli að hittast fljótlega og fara yfir alla framkvæmdina við Evrópukeppnina. „Hvað gerðum við vel og hvað getum við gert betur? Öll þessi reynsla mun nýtast okkur vel hér heima. Þetta var góður lærdómur,“ segir hún. Mikill áhugi hefur verið hjá erlendum fjölmiðlum á Íslandi, allt frá því að vitað var að landsliðið myndi keppa á Evrópumótinu. „Fjölmiðlamenn frá Rússlandi, Bandaríkjunum og allt þar á milli hafa komið hingað til lands. Þeir hafa heimsótt íslensku félögin um landið. Þessi athygli er mjög mikil og miklu meiri en við áttum von á. Umræða um okkur hefur verið ákaflega jákvæð og skemmtileg,“ segir Klara. Þótt Ísland hafi fallið úr keppninni er EM ekki lokið fyrr en á morgun. Klara sem er mikill aðdáandi fótbolta ætlar að fylgjast með þótt hún verði ekki límd við sjónvarpið. Hún vonast til að Frakkland verði Evrópumeistari. „Þeir spila frábæran fótbolta,“ segir hún. „En nú er kominn tími til að njóta íslenska sumarsins. Ég ætla að fara í kajakróður á Arnarstapa á Snæfellsnesi um helgina. Á mánudag verður síðan spýtt í lófana varðandi íslenskt mótahald og koma krafti í það aftur. Framundan er Íslands- og bikarmót í öllum aldursflokkum,“ segir Klara sem spilaði með Víkingi á yngri árum. „Það var reyndar ekki boðið upp á kvennabolta þá fyrir ungar stelpur en ég byrjaði um leið og færi gafst.“Klara er flott á kajak-siglingu.Kajak og útilega Eitt af aðaláhugamálum Klöru er kajakróður. Hún reynir að komast í róður sem oftast. Mér finnst líka ótrúlega skemmtilegt að fara í útilegu með tjald. Flest mín sumarfrí fara í róður,“ segir Klara en hún og kona hennar, Þóra Atladóttir, eiga tvo hunda sem eru Golden Retriever og Spaniel. „Útivist og íþróttir eiga hug minn. Ég ferðast mikið til útlanda í sambandi við starfið og finnst gott að njóta Íslands í fríum.“ Klara segir að margt sé að gerast hjá knattspyrnumönnum á næstunni. „Við stefnum á að minnsta kosti eina úrslitakeppni næsta sumar, vonandi verða þær tvær. Ég er mjög stolt af árangri íslenskra knattspyrnumanna og –kvenna í heild. Við erum að gera frábæra hluti í boltanum. Þetta hefur áhrif á yngri leikmenn og þar hefur orðið mikil fjölgun hjá félögunum. Framtíðin er því björt,“ segir Klara sem var gríðarlega ánægð með heimkomu landsliðsins og móttökur landsmanna. „Það var ótrúlegt að finna þennan hlýhug. Stuðningurinn við liðið hér heima var stórkostlegur.“
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira