Bíó og sjónvarp

Netflix fjárfestir í heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin er sú fyrsta sem Netflix fjárfestir í á framleiðslustigi hérlendis.
Myndin er sú fyrsta sem Netflix fjárfestir í á framleiðslustigi hérlendis. Vísir

Bandaríska efnisveitan Netflix er stærsti einstaki fjármögnunaraðili nýrrar heimildarmyndar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Heildarkostnaður myndarinnar nemur um 100 miljónum íslenskra króna en Sagafilm vinnur að gerð myndarinnar ásamt RÚV og BBC.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Myndin er sú fyrsta sem Netflix fjárfestir í á framleiðslustigi hérlendis. Myndin mun heita „Out of Thin Air“ og mun Ólafur Arnalds semja tónlistina fyrir myndina.

Gert er ráð fyrir að lokið verði við myndina í lok þessa árs og hún frumsýnd snemma á næsta ári.

Netflix hefur undanfarin ár haslað sér völl á framleiðslu heimildarmynda og leikinna þátta. Ber þar helst að nefna þáttaraðirnar Hosue of Cards, Orange is The New Black og heimildarmyndaþáttaröðina Making of a Murderer.

Myndin um Guðmundar- og Geirfinnsmálið mun að mikli leyti byggjast á viðtölum og gömlu myndefni.

Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt af stærstu sakamálum Íslandssögunnar og hefur verið í almennri umræðu reglulega síðustu 36 ár. Málið má rekja má aftur til ársins 1974 en þeir Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu í sitt hvoru lagi og hafa ekki fundist síðar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.