Bíó og sjónvarp

Netflix fjárfestir í heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin er sú fyrsta sem Netflix fjárfestir í á framleiðslustigi hérlendis.
Myndin er sú fyrsta sem Netflix fjárfestir í á framleiðslustigi hérlendis. Vísir
Bandaríska efnisveitan Netflix er stærsti einstaki fjármögnunaraðili nýrrar heimildarmyndar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Heildarkostnaður myndarinnar nemur um 100 miljónum íslenskra króna en Sagafilm vinnur að gerð myndarinnar ásamt RÚV og BBC.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Myndin er sú fyrsta sem Netflix fjárfestir í á framleiðslustigi hérlendis. Myndin mun heita „Out of Thin Air“ og mun Ólafur Arnalds semja tónlistina fyrir myndina.

Gert er ráð fyrir að lokið verði við myndina í lok þessa árs og hún frumsýnd snemma á næsta ári.

Netflix hefur undanfarin ár haslað sér völl á framleiðslu heimildarmynda og leikinna þátta. Ber þar helst að nefna þáttaraðirnar Hosue of Cards, Orange is The New Black og heimildarmyndaþáttaröðina Making of a Murderer.

Myndin um Guðmundar- og Geirfinnsmálið mun að mikli leyti byggjast á viðtölum og gömlu myndefni.

Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt af stærstu sakamálum Íslandssögunnar og hefur verið í almennri umræðu reglulega síðustu 36 ár. Málið má rekja má aftur til ársins 1974 en þeir Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu í sitt hvoru lagi og hafa ekki fundist síðar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×