Segir ekki nei við Jón Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2016 09:00 Helga Vala var við tökur á Borgarstjóranum síðastliðinn mánudag. Vísir/Hanna Jón bað mig um þetta og maður segir ekki nei við Jón,“ segir leikkonan og lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir en Jóninn sem um er rætt er Jón Gnarr og já-ið vilyrði fyrir því að taka að sér hlutverk í grínþáttaröðinni Borgarstjóranum. Helgu Völu kannast flestir við sem lögmann enda hefur það verið hennar aðalstarf undanfarin ár. Hún er hins vegar líka menntuð leikkona og lauk prófi frá Leiklistarskólanum vorið 1998 og lék hér á landi og í Bretlandi í tvö ár. Eftir það lá leið hennar í lögfræðina en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún hefur tekið upp þráðinn fyrir framan tökuvélarnar en hún lék einnig lítið hlutverk í kvikmyndinni Eiðnum eftir Baltasar Kormák, sem skartar þeim Heru Hilmarsdóttur, Gísla Erni Garðarssyni og Baltasar sjálfum í aðalhlutverki. Helga Vala segir leiklistina blandast vel við lögfræðina og koma að góðum notum. „Þetta er nátengt, ég held að ég græði mjög mikið á leiklistarmenntuninni í lögmennskunni. Bæði það að koma fram en svo líka það að geta sett sig í spor fólks og skoðað hlutina út frá fleira en einu sjónarhorni,“ segir hún og bætir við: „Svo fæ ég að fara í búning öðru hvoru og standa fyrir frama áhorfendur í dómsal. Þeir eru tveir eða þrír eftir því hve dómurinn er fjölskipaður.“ Helga Vala segir það gaman að hafa tök á því að stíga út úr hinum daglega amstri en hún leikur fréttastjóra í þáttaröðinni. Hún er ekki alls kostar ókunn störfum fjölmiðla þar sem hún starfaði á fjölmiðlavettvangi áður en hún hóf nám í lögfræði. „Ég er að leika fréttastjóra sem saumar aðeins að borgarstjóranum. Hann virðist ekki alveg vera með alla hluti á hreinu, blessaður kúturinn,“ segir Helga Vala og heldur áfram að lýsa karakter sínum: „Ætli hún sé ekki bara nokkuð beinskeytt, eins og fréttastjórar eru.“ Helga Vala segir það gaman að eiga kost á að taka að sér hlutverk sem þetta, það auðgi lífið og geri það enn skemmtilegra. „Það er svo gaman að smakka fleiri rétti en bara einn og fá að gera alls konar óvænt.“ Í hlutverki borgarstjórans er Jón Gnarr, en líkt og flestir ættu að vita er Jón fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Tökum á þáttaröðinni lýkur í dag en þær hafa meðal annars farið að miklu leyti fram í Ráðhúsinu. Í öðrum aðalhlutverkum eru Pétur Jóhann Sigfússon og Helga Braga Jónsdóttir. Borgarstjórinn er tíu þátta þátta röð sem sýnd verður á Stöð 2 nú í haust. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Borgarstjórinn lánar Jóni Gnarr skrifstofu sína Upptökur á þáttaröðinni Borgarstjórinn fara fram í Ráðhúsinu. 24. mars 2016 07:00 Villingarnir eru oft mestu snillingarnir Leikkonurnar Steinunn Ólína, Helga Vala og Sóley ventu kvæði sínu í kross og hófu nýjan feril, hver á sínu sviði. 23. ágúst 2015 17:21 Los Angeles Times fjallar um Borgarstjórann Jón Gnarr leikur drykkfellda borgarstjórann Lúðvík í þáttunum sem er nánast í stöðugu blakkáti í vinnunni. 8. júlí 2016 11:39 Sjáðu Jón Gnarr í hlutverki Borgarstjórans Tökur hefjast um næstu mánaðamót. 8. apríl 2016 20:11 Prímusmótor-kona í tveimur hlutverkum Jóga Jóhannsdóttir er ein aðalmanneskjan bak við tjöldin í Borgarstjóranum en hún hljóp í skarðið þegar vantaði í eitt hlutverk nýlega. Henni líður best þegar hún er ekki fyrir framan myndavélarnar en þetta voru þó alls ekki hennar fyrstu spor í leiklistinni. 8. júlí 2016 10:00 Fyrrverandi borgarstjóri leikur borgarstjórann Í Borgarstjóranum leikur fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr borgarstjórann. Jón sagði okkur aðeins frá þættinum, leikurunum og hvort að þarna mætti finna fyrrverandi samstarfsfólk úr borgarstjórninni meðal persóna. 14. maí 2016 09:00 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Jón bað mig um þetta og maður segir ekki nei við Jón,“ segir leikkonan og lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir en Jóninn sem um er rætt er Jón Gnarr og já-ið vilyrði fyrir því að taka að sér hlutverk í grínþáttaröðinni Borgarstjóranum. Helgu Völu kannast flestir við sem lögmann enda hefur það verið hennar aðalstarf undanfarin ár. Hún er hins vegar líka menntuð leikkona og lauk prófi frá Leiklistarskólanum vorið 1998 og lék hér á landi og í Bretlandi í tvö ár. Eftir það lá leið hennar í lögfræðina en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún hefur tekið upp þráðinn fyrir framan tökuvélarnar en hún lék einnig lítið hlutverk í kvikmyndinni Eiðnum eftir Baltasar Kormák, sem skartar þeim Heru Hilmarsdóttur, Gísla Erni Garðarssyni og Baltasar sjálfum í aðalhlutverki. Helga Vala segir leiklistina blandast vel við lögfræðina og koma að góðum notum. „Þetta er nátengt, ég held að ég græði mjög mikið á leiklistarmenntuninni í lögmennskunni. Bæði það að koma fram en svo líka það að geta sett sig í spor fólks og skoðað hlutina út frá fleira en einu sjónarhorni,“ segir hún og bætir við: „Svo fæ ég að fara í búning öðru hvoru og standa fyrir frama áhorfendur í dómsal. Þeir eru tveir eða þrír eftir því hve dómurinn er fjölskipaður.“ Helga Vala segir það gaman að hafa tök á því að stíga út úr hinum daglega amstri en hún leikur fréttastjóra í þáttaröðinni. Hún er ekki alls kostar ókunn störfum fjölmiðla þar sem hún starfaði á fjölmiðlavettvangi áður en hún hóf nám í lögfræði. „Ég er að leika fréttastjóra sem saumar aðeins að borgarstjóranum. Hann virðist ekki alveg vera með alla hluti á hreinu, blessaður kúturinn,“ segir Helga Vala og heldur áfram að lýsa karakter sínum: „Ætli hún sé ekki bara nokkuð beinskeytt, eins og fréttastjórar eru.“ Helga Vala segir það gaman að eiga kost á að taka að sér hlutverk sem þetta, það auðgi lífið og geri það enn skemmtilegra. „Það er svo gaman að smakka fleiri rétti en bara einn og fá að gera alls konar óvænt.“ Í hlutverki borgarstjórans er Jón Gnarr, en líkt og flestir ættu að vita er Jón fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Tökum á þáttaröðinni lýkur í dag en þær hafa meðal annars farið að miklu leyti fram í Ráðhúsinu. Í öðrum aðalhlutverkum eru Pétur Jóhann Sigfússon og Helga Braga Jónsdóttir. Borgarstjórinn er tíu þátta þátta röð sem sýnd verður á Stöð 2 nú í haust.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Borgarstjórinn lánar Jóni Gnarr skrifstofu sína Upptökur á þáttaröðinni Borgarstjórinn fara fram í Ráðhúsinu. 24. mars 2016 07:00 Villingarnir eru oft mestu snillingarnir Leikkonurnar Steinunn Ólína, Helga Vala og Sóley ventu kvæði sínu í kross og hófu nýjan feril, hver á sínu sviði. 23. ágúst 2015 17:21 Los Angeles Times fjallar um Borgarstjórann Jón Gnarr leikur drykkfellda borgarstjórann Lúðvík í þáttunum sem er nánast í stöðugu blakkáti í vinnunni. 8. júlí 2016 11:39 Sjáðu Jón Gnarr í hlutverki Borgarstjórans Tökur hefjast um næstu mánaðamót. 8. apríl 2016 20:11 Prímusmótor-kona í tveimur hlutverkum Jóga Jóhannsdóttir er ein aðalmanneskjan bak við tjöldin í Borgarstjóranum en hún hljóp í skarðið þegar vantaði í eitt hlutverk nýlega. Henni líður best þegar hún er ekki fyrir framan myndavélarnar en þetta voru þó alls ekki hennar fyrstu spor í leiklistinni. 8. júlí 2016 10:00 Fyrrverandi borgarstjóri leikur borgarstjórann Í Borgarstjóranum leikur fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr borgarstjórann. Jón sagði okkur aðeins frá þættinum, leikurunum og hvort að þarna mætti finna fyrrverandi samstarfsfólk úr borgarstjórninni meðal persóna. 14. maí 2016 09:00 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Borgarstjórinn lánar Jóni Gnarr skrifstofu sína Upptökur á þáttaröðinni Borgarstjórinn fara fram í Ráðhúsinu. 24. mars 2016 07:00
Villingarnir eru oft mestu snillingarnir Leikkonurnar Steinunn Ólína, Helga Vala og Sóley ventu kvæði sínu í kross og hófu nýjan feril, hver á sínu sviði. 23. ágúst 2015 17:21
Los Angeles Times fjallar um Borgarstjórann Jón Gnarr leikur drykkfellda borgarstjórann Lúðvík í þáttunum sem er nánast í stöðugu blakkáti í vinnunni. 8. júlí 2016 11:39
Prímusmótor-kona í tveimur hlutverkum Jóga Jóhannsdóttir er ein aðalmanneskjan bak við tjöldin í Borgarstjóranum en hún hljóp í skarðið þegar vantaði í eitt hlutverk nýlega. Henni líður best þegar hún er ekki fyrir framan myndavélarnar en þetta voru þó alls ekki hennar fyrstu spor í leiklistinni. 8. júlí 2016 10:00
Fyrrverandi borgarstjóri leikur borgarstjórann Í Borgarstjóranum leikur fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr borgarstjórann. Jón sagði okkur aðeins frá þættinum, leikurunum og hvort að þarna mætti finna fyrrverandi samstarfsfólk úr borgarstjórninni meðal persóna. 14. maí 2016 09:00