Lífið

Íslandsþætti Kardashian fjölskyldunnar lekið á netið - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kardashian fjölskyldan er vikulega í sjónvarpinu og á dögunum var hún stödd á Íslandi.
Kardashian fjölskyldan er vikulega í sjónvarpinu og á dögunum var hún stödd á Íslandi. vísir
Sjónvarpsstöðin E! frumsýndi í gærkvöld Íslandsþáttinn í nýjustu seríu Keeping up with the Kardashians, sem tekinn var upp í apríl.

Þá kom stór hluti fjölskyldunnar hingað til lands ásamt upptökumönnum og vinum. Þar á meðal voru Kim Kardashian, Kanye West, Kourtney Kardashian og fleiri.

Raunveruleikaþátturinn er einn sá allra vinsælasti í heiminum í dag og var gengið hér til að halda upp á afmælið Kourtney Kardashian og rapparinn Kanye West tók upp tónlistarmyndband sem hefur ekki enn litið dagsins ljós.

Þátturinn er mjög skemmtilegur og fá áhorfendur mikla innsýn inn í ferðalag þeirra hér á landi. Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni en hann var fljótlega settur inn á YouTube eftir að hann var sýndur á E!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.