Fleiri fréttir

Jólauppboð Gallerís Foldar hið stærsta til þessa

260 listaverk af ýmsum toga verða boðin upp á stærsta listmunauppboði sem hefur verið haldið hérlendis. Jólauppboð Gallerís Foldar verður haldið bæði sunnudags- og mánudagskvöld á Hóteli Sögu.

Grétar Rafn og Manuela giftu sig í gær

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson og fyrrverandi Ungfrú Ísland, Manuela Ósk Harðardóttir, giftu sig í Hollandi í gær. Athöfnin var látlaus en þau giftu sig hjá borgardómara í Alkmaar en Grétar leikur með knattspyrnulliði bæjarins.

Einn á móti fjörtíu og fimm fyrir Jóhönnu Völu

Ungfrú Dóminíska lýðveldið þykir líklegust til að hreppa titilinn ungfrú Heimur þetta árið. Sé mark tekið á spám veðbanka eru líkurnar á að íslendingar eignist sýna fimmtu heimsfegurðardrottningu einn á móti fjörtíu og fimm. Þar er hún í flokki með Ungfrú Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Indónesíu svo einhverjar séu nefndar.

Hulk Hogan tjáir sig um skilnaðinn

Eins og víða hefur verið greint frá stendur glímukappinn Hulk Hogan nú í skilnaði en kona hans til 24 ára, Linda Hogan ætlar frá honum. Hulk sendi frá sér tilkynningu í dag vegna málsins í gegn um umboðsmann sinn.

Jackson Five saman á ný

Michael Jackson ætlar að kreista út nokkra daga í frí frá lögfræðistappi á næsta ári og skella sér í tónleikaferðalag með bræðrum sínum. The Jackson Five eru að skipuleggja tónleikaferðalag, sitt fyrsta frá því 1984. Jermaine Jackson greindi frá þessu í viðtali á BBC á mánudaginn. Jermaine sagði að hann og bræður hans myndu jafnvel hefja ferðalagið á næsta ári, og að þegar væri farið að ræða staði og dagsetningar.

Jóhanna Vala undirbýr sig undir Ungfrú Heim

,,Jújú, ég er orðin voða spennt." segir Ungfrú Ísland, Jóhanna Vala Jónsdóttir sem keppir fyrir Íslands hönd um titilinn Ungfrú Heimur í Kína á laugardaginn.

Börnin hjá Britney um jólin

Britney Spears fær að hafa börnin sín hjá sér um jólin. Britney, sem missti fyrir skemmstu forræði yfir sonum sínum tveimur, er sögð hafa sótt það afar fast að fá að hafa þá hjá sér á jóladag. Í síðasta forræðisfundi hennar og fyrrverandi eiginmannsins Kevins Federlines ákað dómari í máli þeirra að verða við bóninni.

Hljómsveitin Hraun í undanúrslit í tónlistakeppni BBC

Hljómsveitin Hraun er komin í 20 hljómsveita úrslit í tónlistarkeppni BBC world service sem nefnist The Next Big Thing. Þegar Vísir náði í Svavar Knút Kristinsson, söngvara sveitarinnar, vildi hann ekki gera mikið úr árangrinum. ,,Ég mundi ekki segja að þetta væri neinn árangur ennþá, það er ekki fyrr en maður er kominn út að spila." Svavar sagði sveitarmeðlimi þó að vonum ánægða. ,,Við vonum bara að þetta verði til að vekja athygli á því sem við erum að gera.

Milljarðamæringur á níræðisaldri yngir upp

Joe Hardy III, 84 ára milljarðamæringur frá Pennsylvaníu var harmi slegin þegar eiginkona hans fór frá honum. Hardy og Kristin Georgi, 23ja ára naglasérfræðingur, giftu sig fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og sögðu illar tungur að hjónabandið hefði eitthvað með timburvinnsluauðæfi Hardys að gera.Í takti við spár entist hjónabandið ekki lengi - 107 daga, og þá flutti Georgi aftur heim til mömmu. Auðkýfingurinn var niðurbrotinn og hóf strax leit að konun til að eyða restinni af lífinu með, hversu lengi sem það yrði.

Bubbi á gylltum Range Rover

Bubbi Morthens er mikill bílaáhugamaður eins og hefur vart farið fram hjá neinum. Hann fjárfesti á dögunum í splunkunýjum stórglæsilegum gylltum Range Rover Vogue. Bíllinn er búinn öllum helstu fídusum, er með 272 hestafla V8 díselvél og kostar rétt tæpar fjórtán milljónir. Bubbi hefur líklega fengið ágætis afslátt af bílnum, en hann hefur undanfarin ár komið fram í auglýsingum fyrir B&L, sem flytur inn Range Rover. Bubbi vildi lítið tjá sig um bílakaupin þegar Vísir náði tali af honum.

Oprah styður Barack Obama

Forsetaframbjóðandinn Barack Obama upplýsti í gær að spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey hygðist liðsinna honum í kosningabaráttunni í þremur fylkjum Bandaríkjanna í næsta mánuði.

List mæld í metrum

Á Korpúlfsstöðum er rekin sjón­listamiðstöð á vegum Sam­bands íslenskra myndlistar­manna, Sam­taka hönnuða og Reykjavíkur­borgar. Í sjónlistamiðstöðinni eru nú vinnustofur hátt í fjörutíu starfandi myndlistarmanna og hönnuða.

Hanson bræður fjölga mannkyninu

Zac Hanson, yngsti Hanson bróðirinn í hljómsveitinni vinsælu, á von á sínu fyrsta barni í maí. Zac, sem er 22 ára gamall, er kvæntur Kate Hanson, en hún er 23 ára.

Fyrsta jólabókin uppseld sex vikum á undan áætlun

Íslendingar virðast ætla að endurvekja bókaþjóðarstimpiilinn. Sala á jólabókum er með hressilegasta móti, og er fyrsta bókin orðin uppseld hjá útgefanda, 6 vikum á undan áætlun. Þetta er ævisaga Skáld-Rósu, sem er betur þekkt sem Vatnsenda-Rósa. Bókaútgáfan Salka taldi víst að prentað upplag bókarinnar mundi duga fram að jólum og rúmlega það. En lagerinn tæmdist strax og ekki hefur verið hægt að afgreiða viðbótarpantanir sem fóru að streyma inn frá verslunum vegna þess að bókin kláraðist mjög hratt.

Ölið trekkir á leiksýningu

Leikhópurinn Peðið frumsýnir þann fyrsta desember á menningarbúllunni Grand Rokk söngleikinn Tröllaperu. ,,Þetta er söngleikur með svona nútímavæddu þjóðlegu ívafi" segir Jón Benjamín Einarsson höfundur verksins, sem fjallar meðal annars um Giltrutt, Leppalúða og jólasveinana.

Mozart á miðnætti - Requiem flutt á dánartíma tónskáldsins

Laust eftir miðnætti fjórða desember næstkomandi flytur Óperukórinn Requiem Mozarts í Langholtskirkju. Ástæða þessa sérstæða tónleikatíma, þ.e. kl. 00.30 aðfararnótt 5.des. er sú að verkið er flutt á dánarstundu tónskáldsins, Mozarts, sem lést laust eftir miðnætti aðfararnótt 5. des. 1791, aðeins 35 ára að aldri. Vitandi að hverju stefndi, lagði hann síðustu krafta sína í að reyna að ljúka tónsmíðinni. Það tókst ekki, og eru því lokakaflar verksins samdir af nemanda hans Syßmaer.

Britney Spears að ættleiða kínverska tvíbura

Britney Spears hefur ákveðið að ættleiða sex ára kínverska tvíbura. Breska blaðið News of The World segir að með þessu hyggist poppdívan reyna að fylla það tómarúm sem myndaðist þegar hún missti forræði yfir sonum sínum tveimur til K-Fed.

Hulk Hogan fréttir um eigin skilnað í viðtali

Linda Hogan, eiginkona Hulks Hogans til 24 ára, sótti um skilnað frá glímutröllinu þann 20. nóvember. Hulk, sem heitir réttu nafni Terry Bollea, frétti af skilnaðinum þegar blaðamaður sagði honum að eiginkonan hefði skilað inn skilnaðarpappírunum. ,,Takk fyrir upplýsingarnar!" sagði Hulk við blaðamann St. Petersburg times. ,,Konan mín er búin að vera í Kaliforníu í þrjár vikur. Andskotinn. Vá, þú gerðir mig bara kjaftstopp."

Jordan viðrar E skálarnar í síðasta sinn

Ein stærstu brjóst sem sést hafa munu brátt heyra sögunni til. Glamúrmódelið Jordan skartaði ofvöxnum silikonbrjóstunum í síðasta sinn í Late, Late Show þættinum í Dublin á dögunum.

Lindsay í Ljótu Betty

Lindsay Lohan er áköf í að taka sér frí frá verslunarferðum um sinn og taka að sér hlutverk í Ljótu Betty samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins New York Post. Talsmaður Lindsay sagði blaðinu að ekki væri búið að skrifa undir samning og ekki væri ljóst hvenær verkfalli handritshöfunda lýkur. Þegar það gerðist væri leikkonan mjög spennt fyrir því að leika starfsmann veitingastaðar sem er vinkona Betty.

Kayne grætur móðir sína á sviði

Bandaríski rapparinn Kayne West brotnaði saman á sviði í London þegar hann flutti lag um móður sína sem lést í síðustu viku. Þetta var í fyrsta sinn sem Kayne kom fram opinberlega eftir að Donda West var jarðsett síðastliðinn þriðjudag.

Samningaviðræður vegna verkfalls á Broadway

Leikritaframleiðendur í New York og sviðsmenn í verkfalli munu halda samningaviðræðum sem komnar voru í hnút áfram til að leysa deilu á milli þeirra og hefur lamað leikhúslíf á Broadway. Fjöldi sýninga, meðal annars Chicago, Wicked og Hairspray, hafa ekki verið sýndar síðan 10. nóvember þegar sviðsmenn gengu út í aðgerðum vegna nýrra samninga.

Bono og Edge koma aðdáendum á óvart

Bono og Edge úr U2 glöddu aðdáendur þegar þeir komu óvænt fram á góðgerðarsamkomu í London. Írska parið spilaði fjögur lög fyrir hóp af einungis 250 manns í Union Kapellunni í norðurhluta Lundúna.

Bachelor keppandi handtekinn

Fyrrverandi sigurvegari Bachelorþáttanna sem fékk bónorð frá Byron Velvick útgerðarmanni var handtekin í Flórída á miðvikudag fyrir líkamsárás. Mary Delgado fyrrverandi klappstýra var kærð fyrir að hafa slegið mann sem hún býr með á munninn samkvæmt heimildum CNN. Í skýrslu lögreglu kemur fram að hún hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hún var handtekin.

Tvíburar Dennis Quaid á batavegi

Tveggja vikna gamlir tvíburar leikarans Dennis Quaid eru á batavegi eftir að læknar gáfu þeim þúsundfaldan skammt af blóðþynningarlyfjum. Cedar-Sinai sjúkrahúsið sem er einn virtasti spítali Bandaríkjanna hefur beðist afsökunar á því að tvíburunum og öðru barni til viðbótar voru gefin 10 þúsund einingar af blóðþynningarlyfinu Heparin í stað 10 eininga.

Nonni fór í sönginn en Manni í leiklistina

Einar Örn Einarsson leikari tekur þátt í uppsetningu á rokkóperunni Jesus Christ Superstar sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu þann 28. desember næstkomandi.

Britney í nærbuxum á leið til kærastans

Britney Spears virðist vera á góðri leið með að snúa við blaðinu. Í gær náðist mynd af stúlkunni þar sem hún steig út úr bíl - í nærfötum.

Kærleiksbirnir leika lausum hala á Patreksfirði

Þegar Patreksfirðingar vöknuðu í morgun biðu þeirra hlýleg orð og ósk um góðan dag sem höfðu verið hengd á hurðir og glugga fyrirtækja og stofnana í bænum. Óþekktur kærleiksbjörn leikur lausum hala í bænum og er þetta í þriðja sinn sem hann lætur að sér kveða.

Gat ekki stundað kynlíf allsgáður

Eric Clapton stundað ekki kynlíf allsgáður fyrr en hann var orðinn þrítugur vegna yfirgengilegrar áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Í viðtali í breskum sjónvarpsþætti sagði gítarleikarinn að í fyrsta sinn sem hann kom úr meðferð hafi hann ekki getað sofið hjá konunni sinni.

Hayden Panettiere vildi helst ástarsamband við Angelinu Jolie

Heroes stjarnan Hayden Panettiere veit alveg hvernig maður á að auka á frægð sína í Hollywood. Stjarnan sem er nýorðin átján ára sagði í viðtali við GQ að sú kjaftasaga sem hún vildi helst að kæmist á kreik um sig væri að hún væri lesbísk.

Þakmálið ógurlega: Nýr Hebbi í nýju húsi

„Ég nenni þessu ekki lengur, ég ætla að selja húsið mitt með þriggja milljón króna afslætti og fara héðan,“ segir Herbert Guðmundsson sem hefur staðið í stríði við nágranna sína síðan í sumar.

Vínkynning í Neskirkju

Á föstudaginn fer fram vínkynning í safnaðarheimili Neskirkju í Vesturbænum. Vínkynningin fer fram í hléi tónleika sem fram fara um kvöldið og eru skipulagðir af Steingrími Þórhallssyni organista sem er að eigin sögn áhugamaður um góðan mat, vín og tónlist.

Amy Winehouse drap hamsturinn minn

Gleymið öllu dópinu og brennivíninu Amy Winehouse hefur framið alvarlegasta glæp sinn til þessa. Peter Pepper söngvari hljómsveitarinnar Palladium hefur sagt frá hræðilegum dauðdaga hamsturs sem hann fékk í afmælisgjöf.

Paris að æfa sig fyrir næsta myndband

Hótelerfinginn og drottning næturlífsins Paris Hilton er stödd í Kína þessa dagana. Í kvöld mun hún mæta í „gala dinner" sem Mtv sjónvarpsstöðin heldur þar í landi.

Raggi fer til Feneyja

Tilkynnt var í gær við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands sem Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar stóð fyrir að Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður með meiru, yrði fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum 2009.

Forsetinn eignast fyrsta afasoninn

Það hefur væntanlega verið kátt á hjalla á Bessastöðum í gær því forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varð afi í fjórða sinn í fyrradag þegar önnur tvíburadætra hans, stjórnmálafræðingurinn Svanhildur Dalla, eignaðist son með eiginmanni sínum, Matthíasi Sigurðarsyni tannlækni.

Ragnar Kjartansson á Myndlistartvíæringnum í Feneyjum

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur verið valinn til að sýna fyrir Íslands hönd á Mynd­listartvíæringnum í Feneyjum árið 2009. Tvíæringurinn, sem er einn helsti viðburður á alþjóðlegum myndlistarvettvangi, verður þá haldinn í 53. sinn. Þangað senda þjóðir heims fulltrúa sína og þar er teflt fram því besta og nýstárlegasta sem völ þykir á hverju sinni.

Sjá næstu 50 fréttir