Lífið

Hanson bræður fjölga mannkyninu

Hanson bræðurnir. Frá vinstri: Zac, Taylor og Isaac.
Hanson bræðurnir. Frá vinstri: Zac, Taylor og Isaac.

Zac Hanson, yngsti Hanson bróðirinn í hljómsveitinni vinsælu, á von á sínu fyrsta barni í maí. Zac, sem er 22 ára gamall, er kvæntur Kate Hanson en hún er 23 ára.

"Þetta er það rómantískasta sem við höfum nokkurn tímann gert," sagði Kate við People tímaritið þegar tíðindin voru gerð opinber.

Hanson bræðurnir hafa gert það gott í tónlistinni um langt skeið en þeir slógu fyrst í gegn þegar þeir voru aðeins börn að aldri. Zac er ekki sá fyrsti af bræðrunum til að fjölga mannkyninu því fyrir eiga bræður hans fjögur börn.

Elsti bróðirinn, Isaac sem nú er 27 ára gamall, á sjö mánaða gamlan son að nafni Everett. Næst elsti bróðirinn, Taylor sem er 24 ára, á hins vegar þrjú börn. Ezra 5 ára, Penelope 2 ára og River 1 árs.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.