Lífið

Einn á móti fjörtíu og fimm fyrir Jóhönnu Völu

Ungfrú Dóminíska lýðveldið þykir sigurstranglegust.
Ungfrú Dóminíska lýðveldið þykir sigurstranglegust.
Ungfrú Dóminíska lýðveldið þykir líklegust til að hreppa titilinn ungfrú Heimur þetta árið. Sé mark tekið á spám veðbankans Bet 24 eru líkurnar á að íslendingar eignist sýna fimmtu heimsfegurðardrottningu einn á móti fjörtíu og fimm. Þar er Jóhanna Vala Jónsdóttir í flokki með Ungfrú Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Indónesíu svo einhverjar séu nefndar.

Veðji maður á ungfrúna dóminísku, Ödu Aimee De La Cruz, erum líkurnar hinsvegar einn á móti sex. Ungfrú Pólland, Belgía, Mongólía og England reka svo lestina með hlutfallið einn á móti áttatíu og fimm.

Treysti fólk sér ekki til að velja fulltrúa sérstaks lands, má einnig veðja á hæð og aldur næstu Ungfrú Heims, eða heimshlutann sem hún kemur frá.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.