Lífið

Jólauppboð Gallerís Foldar hið stærsta til þessa

260 listaverk af ýmsum toga verða boðin upp á stærsta listmunauppboði sem hefur verið haldið hérlendis. Jólauppboð Gallerís Foldar verður haldið bæði sunnudags- og mánudagskvöld á Hóteli Sögu.

Fjölmörg verk eftir gömlu meistarana verða á uppboðinu. Þar má meðal eru sex verk eftir Ásgrím Jónsson, 13 eftir Jóhannes S. Kjarval, 3 eftir Svavar Guðnason, 4 eftir Gunnlaug Blöndal, 3 eftir Gunnlaug Scheving, 5 eftir Kristínu Jónsdóttur, 3 eftir Jón Stefánsson, 4 eftir Jón Engilberts, 3 eftir Karl Kvaran, 2 eftir Nínu Tryggvadóttur, 3 eftir Þorvald Skúlason og 2 eftir Þórarin B. Þorláksson. Þá eru verk eftir Júlíönu Sveinsdóttur, Snorra Arinbjarnar, Dieter Roth, Sverri Haraldsson, Finn Jónsson, Ísleif Konráðsson og Sæmund Valdimarsson. Af núlifandi listamönnum má nefna Kristján Davíðsson, Braga Ásgeirsson. Harald Bilson, Daða Guðbjörnsson, Helga Þorgils Friðjónsson og Kjartan Guðjónsson.

Öll verkin verða sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg á föstudag milli tíu og sex, laugardag milli ellefu og fimm og sunnudag milli tólf og fimm. Það sem boðið verður upp á mánudagskvöld verður einnig sýnt á mánudag milli tíu og sex.

Uppboðið verður haldið á Hótel Sögu og hefst kl. 19.00 á sunnudagskvöld og kl. 20 á mánudagskvöld. Hægt er að skoða uppboðsskrána með myndum á vefslóðinni myndlist.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.