Lífið

Hulk Hogan tjáir sig um skilnaðinn

Eins og víða hefur verið greint frá stendur glímukappinn Hulk Hogan nú í skilnaði en kona hans til 24 ára, Linda Hogan ætlar frá honum. Hulk sendi frá sér tilkynningu í dag vegna málsins í gegn um umboðsmann sinn.

Í henni segir:

"Vinsamlegast virðið friðhelgi einkalífs míns á þessum erfiðu tímum sem fjölskylda mín gengur nú í gegn um."

Skilnaðurinn gerir það að verkum að raunveruleikaþáttum um fjölskyldulíf Hulks hefur verið aflýst en þess í stað hafa sprottið upp hugmyndir um að festa hið nýja piparsveinalíf Hogans á filmu fyrir nýja sjónvarpsþætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.