Lífið

Börnin hjá Britney um jólin

Britney Spears fær að hafa börnin sín hjá sér um jólin. Britney, sem missti fyrir skemmstu forræði yfir sonum sínum tveimur, er sögð hafa sótt það afar fast að fá að hafa þá hjá sér á jóladag. Í síðasta forræðisfundi hennar og fyrrverandi eiginmannsins Kevins Federlines ákað dómari í máli þeirra að verða við bóninni.

Drengirnir búa hjá K-Fed og má móðir þeirra einungis heimsækja þá undir eftirliti þar til niðurstaða hefur fengist í forræðisdeilu hjónanna. Söngkonan mun ekki ætla að láta þetta tækifæri til að sanna sig sem móður úr greipum sleppa. ,,Britney er byrjuð að skipulegga risavaxið jólaboð fyrir börnin. Þeir munu fá hvað sem þeir vilja - og meira til." hefur TMZ eftir vini söngkonunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.